Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 129
Samfélagsrýni og gamlar hættur 129
aðskilnaður, eða missir, stuðlar að aftengingu milli einstaklinga og þeir missa
samband við umhverfi sitt. Tengslanetið Facebook er fyrirmyndardæmi um
þennan veruleika sem Žižek lýsir, þó það hafi ekki verið til þegar Žižek skrifaði
Órapláguna. Á Facebook býðst einstaklingnum tækifæri til að fylgjast með nær-
samfélaginu úr fjarlægð, án þess að taka virkan þátt í því. Birtingarmynd sam-
félagsins á Facebook er hinsvegar í besta falli brotakennd. Einstaklingurinn sér
aðeins hluta þess lífs sem málað er upp á veggi Facebook, en er krafinn um að
skynja þann hluta sem raunveruleikann. Á sama hátt getur hann skapað mynd af
sjálfum sér sem er ekki raunsönn. Einstaklingnum er þar algerlega í sjálfsvald sett
hvernig hann birtist heiminum. Í umhverfi þar sem fjölnotendasvæði netheims-
ins tröllríður öllu, telur Žižek hættu á því að einstaklingurinn missi fótfestu sína
„í áþreifanlegum lífheimi“, og glati þannig því sem ákvarði sjálfsupplifun hans.63
Að mati Dreyfus hefði Kierkegaard haldið því fram að internetið breyti lífinu í
áhættulausan leik. Internetið er eins og hermir (e. simulator), það nær allri okkar
athygli og fullnægir okkar þörfum án þess að við þurfum að taka áhættu. Int-
ernetið á allt okkar hugmyndaflug og ímyndun okkar lifir þar góðu lífi. Ég get
horft á myndefni, spilað leiki og horfið inn í annan veruleika á internetinu, en
er aldrei krafinn um skuldbindingu eða um að sýna ábyrgð.64 Kierkegaard sagði
sjálfur um eigin tíðaranda að hann breyti alvöru verkefni í óraunverulega brellu,
og raunveruleikanum í leik.65
Að slíta sig frá veruleika sem þessum er samkvæmt Kierkegaard hægara sagt
en gert. Alastair Hannay bendir á að val einstaklingsins í þess háttar samfélagi
er að vera annaðhvort ekkert á forsendum heimsins, og þurfa þá að búa til eigið
sjálf, eða vera það sem hann er á forsendum heimsins af því hann segir þér að þú
sért það. Að skilgreina sjálfan sig út frá hópnum verður alltaf sterkara.66 Enginn
einn leiðir jöfununarferlið, því ef svo væri væri hann vissulega leiðtogi og gæti
gert sig undanskilinn því. Leiðtogar fyrirfinnast hins vegar ekki í samfélagi sem
Kierkegaard lýsir, þar sem jöfnunarferlið felur í sér vald „kynslóðarinnar“ yfir ein-
staklingnum, vald das Man svo notað sé orðalag Heideggers. Innan þess háttar
veruleika sækist einstaklingurinn eftir því að samræmast umhverfi sínu og í krafti
eilífra vangaveltna lítillækkar hann sig. Jöfnunarferlið er því aldrei verk einstak-
lings heldur vangaveltusamfélagsins sem er stjórnað af óhlutbundnum mætti.67
Munurinn á kenningum Kierkegaards og Heideggers er þó talsverður. Í til-
viki Kierkegaards skapa fjölmiðlar almenninginn, en í tilviki Heideggers er das
Man víðtækara og óáþreifanlegra fyrirbæri. Á meðan Heidegger gengst við því
að einstaklingnum sé kastað inn í heiminn og hann verði að fást við heiminn út
frá forsendum hans, heggur Kierkegaard í sama knérunn og í fyrri verkum sínum.
Kierkegaard stígur ekki skrefið inn í tómhyggju, eins og halda mætti eftir lestur
þessarar umfjöllunar, heldur finnur hann lausn sem fyrr í trúarlega tilvistarsvið-
inu. Einstaklingurinn getur orðið sjálf ef hann leitar á náðir trúarinnar. Jöfnunin
63 Žižek 2007: 318–320.
64 Dreyfus 1999: 109.
65 Kierkegaard 1978: 88.
66 Hannay 2003: 175.
67 Kierkegaard 1978: 84–85.