Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 172
172 Simone de Beauvoir
til að óska þess að hann breytist. Baráttan sem hún háir til að „komast áfram“
vekur ekki með henni náungakærleik og samkennd með mannkyninu; hún hefur
greitt alltof hátt verð fyrir velgengni sína með þrælslegri undirgefni til að óska af
einlægni eftir alhliða frelsi. Zola hefur undirstrikað þennan þátt hjá Nönu:
Hvað bækur og leikrit varðaði hafði Nana mjög ákveðnar skoðanir: hún
vildi ljúf og göfug verk, eitthvað sem fengi hana til að dreyma og auðga
andann … Hún æsti sig gegn lýðveldissinnunum. Hvað vilja þeir nú,
þessir skíthælar sem aldrei þvo sér? Erum við ekki hamingjusöm? Hefur
keisarinn ekki gert allt sem hann getur fyrir þjóðina? Þetta er nú meiri
ruslaralýðurinn! Hún þekkti þessa þjóð, hún vissi hvað hún var að tala
um: Nei, sjáið þér, það væri mikill harmleikur fyrir alla, þetta lýðveldi. Ó!
Guð varðveiti keisarann eins lengi og hægt er.
Á stríðstímum flaggar enginn ættjarðarást sinni á jafn herskáan hátt og lags-
konan. Með því að gera sér upp göfugar tilfinningar vonast hún til þess að komast
á stall með hertogaynjum. Klisjur, fordómar og hneykslunarupphrópanir liggja
til grundvallar opinberum samræðum hennar og iðulega hverfur einlægni úr
hug hennar og hjarta. Milli lyga og öfga þurrkast merking orða út. Gjörvallt líf
lagskonunnar er sýndarmennska, orðum hennar og látbragði er ekki ætlað að tjá
hugsanir hennar heldur aðeins að vekja athygli. Fyrir velunnara sinn leikur hún
skrípaleik um ástina og á stundum leikur hún sama leik fyrir sjálfa sig. Fyrir al-
menning leikur hún skrípaleik um velsæmi og upphefð og á endanum trúir hún
því að hún sé afbragð annarra í dygðum og sveipuð dýrðarljóma. Þvermóðskuleg
óheilindi stjórna henni hið innra og leyfa úthugsuðum lygum hennar að eigna
sér eðli sannleikans. Stundum gera ósjálfráðar kenndir vart við sig í lífi hennar,
ástin er henni ekki algjörlega framandi. Hún á sína „ástvini“, sín „ástarævintýri“;
hún verður jafnvel stundum „skotin“. En sú sem lætur of mikið eftir duttlung-
um sínum, tilfinningum eða nautn missir fljótt „stöðu“ sína. Yfirleitt sinnir hún
tiktúrum sínum með varfærni hinnar ótrúu eiginkonu. Hún felur sig á bak við
skapara sinn og almenningsálitið. Hún getur því ekki gefið sínum „hjartfólgnu
elskhugum“ mikið af sjálfri sér; þeir eru aðeins afþreying, stundarfriður. Enda er
hún venjulega of upptekin af velgengni sinni til að geta gleymt sér í heitu ást-
arsambandi. Á hinn bóginn kemur oft fyrir að lagskonan hallist tilfinningalega
til kvenna; hún er andsnúin karlmönnum sem þröngva valdi sínu upp á hana og
finnur munúðlega hvíld og hefnd í örmum kærrar vinkonu. Þannig var það með
samband Nönu við hennar kæru Satín. Á sama hátt og hún vill leika framtaks-
samt hlutverk í heiminum og nýta þannig frelsi sitt á jákvæðan hátt, hefur hún
líka ánægju af því að hafa vald yfir öðrum manneskjum. Hún dundar sér jafnvel
við að „hjálpa“ kornungu fólki eða heldur gjarnan ungum konum uppi, gagnvart
þeim er hún í hlutverki karlsins. Hvort sem hún er samkynhneigð eða ekki eru
tengsl hennar við konur flókin eins og áður hefur komið fram. Hún þarf á þeim
að halda sem dómurum og vitnum, sem trúnaðarvinkonum og vitorðsmönnum,
til að skapa þennan „mótheim“ sem hver kona sem kúguð er af karlmanni þarf