Hugur - 01.01.2012, Side 172

Hugur - 01.01.2012, Side 172
172 Simone de Beauvoir til að óska þess að hann breytist. Baráttan sem hún háir til að „komast áfram“ vekur ekki með henni náungakærleik og samkennd með mannkyninu; hún hefur greitt alltof hátt verð fyrir velgengni sína með þrælslegri undirgefni til að óska af einlægni eftir alhliða frelsi. Zola hefur undirstrikað þennan þátt hjá Nönu: Hvað bækur og leikrit varðaði hafði Nana mjög ákveðnar skoðanir: hún vildi ljúf og göfug verk, eitthvað sem fengi hana til að dreyma og auðga andann … Hún æsti sig gegn lýðveldissinnunum. Hvað vilja þeir nú, þessir skíthælar sem aldrei þvo sér? Erum við ekki hamingjusöm? Hefur keisarinn ekki gert allt sem hann getur fyrir þjóðina? Þetta er nú meiri ruslaralýðurinn! Hún þekkti þessa þjóð, hún vissi hvað hún var að tala um: Nei, sjáið þér, það væri mikill harmleikur fyrir alla, þetta lýðveldi. Ó! Guð varðveiti keisarann eins lengi og hægt er. Á stríðstímum flaggar enginn ættjarðarást sinni á jafn herskáan hátt og lags- konan. Með því að gera sér upp göfugar tilfinningar vonast hún til þess að komast á stall með hertogaynjum. Klisjur, fordómar og hneykslunarupphrópanir liggja til grundvallar opinberum samræðum hennar og iðulega hverfur einlægni úr hug hennar og hjarta. Milli lyga og öfga þurrkast merking orða út. Gjörvallt líf lagskonunnar er sýndarmennska, orðum hennar og látbragði er ekki ætlað að tjá hugsanir hennar heldur aðeins að vekja athygli. Fyrir velunnara sinn leikur hún skrípaleik um ástina og á stundum leikur hún sama leik fyrir sjálfa sig. Fyrir al- menning leikur hún skrípaleik um velsæmi og upphefð og á endanum trúir hún því að hún sé afbragð annarra í dygðum og sveipuð dýrðarljóma. Þvermóðskuleg óheilindi stjórna henni hið innra og leyfa úthugsuðum lygum hennar að eigna sér eðli sannleikans. Stundum gera ósjálfráðar kenndir vart við sig í lífi hennar, ástin er henni ekki algjörlega framandi. Hún á sína „ástvini“, sín „ástarævintýri“; hún verður jafnvel stundum „skotin“. En sú sem lætur of mikið eftir duttlung- um sínum, tilfinningum eða nautn missir fljótt „stöðu“ sína. Yfirleitt sinnir hún tiktúrum sínum með varfærni hinnar ótrúu eiginkonu. Hún felur sig á bak við skapara sinn og almenningsálitið. Hún getur því ekki gefið sínum „hjartfólgnu elskhugum“ mikið af sjálfri sér; þeir eru aðeins afþreying, stundarfriður. Enda er hún venjulega of upptekin af velgengni sinni til að geta gleymt sér í heitu ást- arsambandi. Á hinn bóginn kemur oft fyrir að lagskonan hallist tilfinningalega til kvenna; hún er andsnúin karlmönnum sem þröngva valdi sínu upp á hana og finnur munúðlega hvíld og hefnd í örmum kærrar vinkonu. Þannig var það með samband Nönu við hennar kæru Satín. Á sama hátt og hún vill leika framtaks- samt hlutverk í heiminum og nýta þannig frelsi sitt á jákvæðan hátt, hefur hún líka ánægju af því að hafa vald yfir öðrum manneskjum. Hún dundar sér jafnvel við að „hjálpa“ kornungu fólki eða heldur gjarnan ungum konum uppi, gagnvart þeim er hún í hlutverki karlsins. Hvort sem hún er samkynhneigð eða ekki eru tengsl hennar við konur flókin eins og áður hefur komið fram. Hún þarf á þeim að halda sem dómurum og vitnum, sem trúnaðarvinkonum og vitorðsmönnum, til að skapa þennan „mótheim“ sem hver kona sem kúguð er af karlmanni þarf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.