Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 145
Heimspekingur verður til 145
vitnisburður um heimspekilega hugsun? Getur ekki verið að heimspekileg hugs-
un eigi sér stað án þess að hún sé rituð niður? Samræður Sókratesar voru ritaðar
niður af lærisveini hans Platoni, og ef það hefði ekki verið gert þá hefðum við
enga vitneskju um þær. Það þýðir þó ekki að þessi heimspekilega hugsun hefði
ekki átt sér stað.
Getur heimspekileg hugsun þá ekki átt sér stað þar sem veðurfar er lélegt, fátækt
mikil og stjórnarfar ekki eins og best verður á kosið? Ef við skoðum ytri skilyrði í
lífi Brynjúlfs þá elst hann upp á íslenskum sveitabæ um miðja átjándu öld. Hann
er elstur sjö systkina og gengur til allra þeirra verka sem hann var líkamlega fær
til.46 Brynjúlfur var það sem kallað er „sjálfmenntaður alþýðumaður“ en ekki voru
efni til að kosta hann til náms nema að litlu leyti. Sautján ára var honum komið
fyrir hjá presti þar sem hann átti að læra að skrifa, reikna og undirstöðurnar í
dönsku á hálfum mánuði.47 Alla sína ævi varð Brynjúlfur að stunda vinnu til að
eiga í sig og á en lítið fór fyrir líkamlegri erfiðisvinnu vegna heilsubrests snemma
á fullorðinsárum.48 Heilsubresturinn átti sér stað þegar Brynjúlfur var á 32. ald-
ursári en í kjölfarið varð hann að hætta allri líkamlegri vinnu. Þá fyrst gat hann
farið að þroska sína andlegu hæfileika en Brynjúlfur tekur fram að það hafi verið
„góðgirni náungans“ sem gerði honum kleift að rækta hugann á þessum tíma.49
Hann varð kennari og fræðimaður (fornleifafræðingur) og fékk birtar eftir sig
fræðigreinar og skáldskap.50
Sjónarsvið huga hans víkkaði einnig með nýrri reynslu. Þegar Brynjúlfur var
sautján ára fór hann fyrst á sjóinn. Þá sá hann meira af landinu sem hafði áhrif
á hugmyndir hans um veruleikann en jafnframt kynntist hann nýju fólki, mætti
nýjum framandi hugum, sem höfðu áhrif á hann.51 Í frásögn sinni lýsir Brynjúlfur
því að oft á tíðum á unglingsárum hans, bæði í „verinu“ og heima, hafi ýmsir átt
tal við hann um „forlög“ manna og „frívilja“ þeirra og að um þau efni hafi oft
verið „meiningarmunur og sló stundum í kappræður“.52 Af þessu má draga þá
ályktun að umhverfi Brynjúlfs hafi verið hvetjandi til heimspekilegra hugleiðinga
en Brynjúlfur tók fús þátt í þessum umræðum og talaði ýmist máli forlaganna
eða fríviljans, því að hann kveðst jafnan hafa verið á móti þeim sem honum þótti
taka „of djúpt í árinni“.53 Markmið Brynjúlfs með því að taka málstað gegn þeim
sem honum þótti fullyrða of mikið hefur því verið að skýra samræðurnar, og lyfta
þeim á hærra plan, og gera samræðurnar málefnalegri en þær hefðu verið ella.
Það má því segja að strax á unglingsárum stilli Brynjúlfur sér, jafnvel ómeðvit-
að, upp í hlutverki heimspekingsins í anda samræðu Sókratesar. Með því sýnir
Brynjúlfur heimspekilegt hátterni eða heimspekilegt viðhorf til hlutanna eða að
minnsta kosti merki um gagnrýna eða heimspekilega hugsun. Brynjúlfur var þó
46 BJMN 1997: x.
47 Sama rit: x.
48 Sama rit: xi-xii.
49 Sama rit: 17.
50 Sama rit: xii-xiii.
51 Sama rit: 9–10.
52 Sama rit: 15.
53 Sama stað.