Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 126
126 Guðmundur Björn Þorbjörnsson
eru augljós þegar hann lýsir því að reynsla okkar eða skilningur á umhverfinu fái
ekki sína tjáningu. Skilningur okkar á heiminum er í raun „jafnaður“, svo notað
sé orðalag Kierkegaards, niður á það svið að við tökum hlutunum sem gefnum og
sjálfsögðum. Das Man hefur í aldanna rás í sífellu búið til ný gildi, en taki ein-
staklingurinn þeim sem gefnum eilífðarsannindum fellur hann í óraunverulega
tilvist, sem lætur sig aðeins varða það sem Hinir láta sig varða.46 Einstaklingurinn
er jafnaður niður og möguleikar veru hans sömuleiðis, og hann getur ekki náð
tökum á því af hverju veruleikinn og umhverfið er eins og það er, og af hverju ein
hegðun er leyfileg en önnur ekki.
Vegna þess sinnuleysis sem fæst af ástandi jöfnunarinnar hjá Kierkegaard, rennur
einstaklingnum ekki blóðið til skyldunnar. Hann þráir þess í stað að verða ekkert,
svo hann geti samsamað sig almenningnum. Viljinn til að verða hluti af þessari
heild verður allsráðandi, hann vill í raun verða áhorfandi að raunverulegu lífi og
um leið þátttakandi í óraunverulegu lífi.47 Í dagbókum sínum skrifaði Kierke gaard
að hvatinn og forskriftin að því ópersónulega, aftengda samfélagi sem við búum
í, séu fjölmiðlar og nafnleysi. Í krafti nafnleysisins getur hvaða mannleysa sem er
komið af stað umfjöllun án þess að bera nokkra ábyrgð á henni – þetta gerir hún
með hjálp fjölmiðla. Allir mega hafa skoðun á öllu.48
Við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar stendur manneskjan frammi fyrir nýjum
verkefnum, sem þó eru kannski ekki svo ný sé tekið mið af umfjöllun Kierke gaards.
Rétt eins og þá hefur einstaklingurinn öll vopn í höndunum til þess að taka þátt í
opinberri umræðu án þess að svipta hulunni af sínu eina sanna einkenni. Tilkoma
nafnleysis á opinberum vettavangi var að mati Kierkegaards merki um minnkandi
hæfni einstaklingsins til að taka ábyrga afstöðu til hlutanna. Orðræða mannsins
verður að endingu eins og almenningur: algerlega óhlutbundin.49
Það kann að virðast hjákátlegt að tala um gagnrýni Kierkegaards á nafnleysi í
opinberri umræðu, þar sem hann skrifaði fjölda bóka sinna undir dulnefni. Gagn-
rýni hans beinist hins vegar að möguleikum hins nafnlausa til að vera ekki sam-
kvæmur sjálfum sér. Einstaklingurinn getur sagt eitt hér og annað annarsstaðar,
og í því umhverfi sem hann lýsir er enginn hæfur til þess að segja neitt sem máli
skiptir.50 Kierkegaard gekkst hinsvegar við öllum þeim ritum sem hann ritaði
undir dulnefni og þótti lítill vafi leika á hver ritaði þau verk.51 Hér er hann for-
málverk, eða af hverju samkynhneigð þyki sumstaðar eðlileg en annars staðar óeðlileg. Hvað er
það sem stjórnar því sem okkur finnst um tiltekin mál og efni? Í Grikklandi til forna þótti eðlilegt
að karlmenn tækju þátt í kynferðislegum samskiptum við aðra menn, jafnvel unga drengi. Löngu
síðar var samkynhneigð fordæmd, sumir segja með tilkomu kristninnar. Í dag er samkynhneigð
víðast hvar samfélagslega viðurkennd á Vesturlöndum. Hvernig verður það eftir 100 ár? Hvað
segir das Man þá?
46 Sama rit: 165. Steven Best og David Kellner benda á það í grein sinni um póstmódernisma að sú
gagnrýni á fjöldann og hjarðhegðun sem Heidegger setur fram í túlkun sinni á hið ópersónulega
das Man, ógnarstjórnina sem stjórnar tíðarandanum og býr þannig til jöfnunarferli, sé augljóslega
undir áhrifum frá Kierkegaard og kenningum hans um almenninginn, sjá Best og Kellner 2003:
290.
47 Kierkegaard 1978: 86.
48 Kierkegaard 1997: 314.
49 Kierkegaard 1978: 104.
50 Sama rit: 103.
51 Joakim Garff bendir á í riti sínu um ævi Kierkegaards að sama dag og Enten/Eller kom út þótti