Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 184
184 Dan Zahavi
En er í rauninni nokkurt vit í því að ræða um það hvort einhverfa feli í sér trufl-
un hvað varðar sjálfsathygli ef maður lætur alveg hjá líða að ræða um og skilgreina
það hugtak um sjálfið sem þar er að verki? Kannski mætti andmæla þessu á þann
veg að hugmyndin um sjálfið sé svo ótvíræð og augljós að óþarft sé að afmarka
hana og skýra betur, en auðvelt er að vísa þeirri mótbáru á bug. Sú heimspekilega
umræða um sjálfið sem nú stendur yfir er gríðarlega flókin og ógrynni hugtaka
er í boði. Nýleg yfirlitsgrein tínir til meira en 25 hugmyndir um sjálfið. Hér eru
nokkur sýnishorn:
Efnislegt sjálf, félagslegt sjálf, andlegt sjálf 32
Umhverfissjálf, millipersónusjálf, útvíkkað sjálf, einkasjálf, hugtakasjálf 33
Sjálfsævisögulegt sjálf, hugrænt sjálf, samhengissjálf, kjarnasjálf, samræðu-
sjálf, líkamssjálf, reynslusjálf, tilbúningssjálf, lágmarkssjálf, taugasjálf 34
Með þennan hafsjó af hugtökum í huga sýnist mér ekki mikið vit í því að leita
að þeim taugabúnaði sem svarar til sjálfsins – samanber yfirlitsgrein Gillihans og
Farah – ef maður lætur hjá líða að taka það skýrt fram hvaða hugtaki um sjálfið
er gengið út frá, og færir jafnframt fram rök fyrir því hvers vegna þetta tiltekna
hugtak er lagt til grundvallar en ekki eitthvert annað. Sú ringulreið sem Gillihan
og Farah kortleggja í grein sinni gæti einmitt að hluta til átt rætur sínar að rekja
til þeirrar staðreyndar að hinir ýmsu tilraunavísindamenn vinna með ólík hugtök
um sjálfið.
Það er að vísu er ekki alslæmt út af fyrir sig – að mínu mati er sjálfið einmitt
svo margþætt fyrirbæri að eina leiðin til að gera hinu flókna eðli þess skil svo vel
sé er í því fólgin að fella saman greinargerðir úr ýmsum áttum þannig að þær bæti
hver aðra upp. Við blasir að sú staðreynd að sjálfið er flókið kallar á skýr og skil-
merkileg hugtök. Slík hugtök eru með öðrum orðum ekki til óþurftar.
Hið millipersónulega sjálf
Þegar hér er komið sögu langar mig að leggja fram fáeinar tillögur frá eigin brjósti
um greinarmuni sem gera þarf. Nánar tiltekið ætla ég að byrja því á að rissa upp
í nokkrum fljótheitum nokkra greinarmuni sem komið hafa upp á yfirborðið í
þeirri deilu um sjálfið sem staðið hefur undanfarin ár. Það sem ég hef í huga til
að byrja með er hugtakið um lágmarkssjálf eða kjarnasjálf annars vegar og hug-
myndin um útvíkkað sjálf, frásagnarsjálf eða sjálfsævisögulegt sjálf hins vegar.
Þeir sem halda á lofti hugmyndinni um lágmarkssjálf notast iðulega við þau
rök að þegar ég bragða single malt-viský, rifja upp sundsprett í Norðursjónum
eða hugsa um kvaðratrótina af fjórum, færa allar þessar upplifanir mér ólík við-
32 James 1890.
33 Neisser 1988. [Ensku hugtökin sem hér um ræðir eru: ecological self, interpersonal self, extended self,
private self og conceptual self.]
34 Strawson 1999. [Ensku hugtökin eru: autobiographical self, cognitive self, contextualized self, core self,
dialogical self, embodied self, empirical self, fictional self, minimal self og neural self.]