Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 212

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 212
212 Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson ars Más Guðmundssonar í Riddurum hringstigans frá 1982 á frænda Óla litla sem er vinur aðalsöguhetjunnar. Sá er ekki bara lögreglumaður, heldur er hann „líka heiðurs félagi í knattspyrnufélaginu Víkingi, tímavörður á öllum sundæfingum Ægis. Já og annan hvern dag sést hann kasta kringlu á íþróttasíðum moggans“.91 Og hápunkturinn? Hvert afmæli nær vanalega hápunkti sínum þegar frændi þinn stend- ur upp frá borðinu og hlammar sér með kökudisk í djúpan sófa og við strákarnir burstaklipptir í nælonskyrtum stillum okkur uppí röð (þú Óli fyrstur) og fáum hver á eftir öðrum að þukla á honum vöðvana. Þið getið því rétt ímyndað ykkur …92 Hér er fjallað um íþróttir á tiltölulega jákvæðan hátt en þó með ákveðnum undirtóni gagnrýninnar afstöðu þar sem lýsingin jaðrar við barnslegt oflof. Ann- ar beljaki birtist árið eftir í bókinni Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason. Sögusviðið er braggahverfi skömmu eftir lok síðari heimsstyrjald arinnar. Beljak- inn er Hreggviður, drykkfelldur og aflrammur kúluvarpari, einn sá fremsti á land- inu.93 Hreggviður er mesti hæglætismaður en lendir þó í uppákomu í bókinni sem vel gæti hafa orðið til sem lausn hans á þeirri siðklemmu að vilja ganga í augun á þeim sem dáðu hann en skorta til þess lögleg meðöl og færni. Hann setur heimsmet í kúluvarpi á innanfélagsmóti, búinn að fá sér neðan í því og ráfa um völlinn allnærri tækjakofanum þar sem kúlurnar eru varðveittar. Í ljós kemur að kúlan sem hann kastaði var ekki karlakúla heldur drengjakúla!94 Sagan tekur þó ekki af öll tvímæli um hvort Hreggviður hafi brotið af sér vitandi vits eða fyrir mistök. Skömm hans var hin sama, einkum eftir að hann hafði fagnað eins og sá sem sér ævidraum sinn uppfylltan. Ef til vill er ekki rétt að líta á bók Einars sem íþróttabókmenntir í sama mæli og t.d. bækur Þorgríms Þráinssonar. Fremur megi líta á hana sem eins konar millistig íþróttabókmennta og þeirra gagnrýnu bókmennta sem áður var nefnt að fulltrúar 68-kynslóðarinnar skrifuðu. Það skýrir blendna afstöðu Einars til íþrótta, bæði hið jákvæða og hið neikvæða við þær fær sína umfjöllun. Í sögunni er einnig stofnað fótboltafélag. Fyrir því standa Hreggviður og fleiri fullorðnir karlar í braggahverfinu. Tilgangurinn er greinilega uppeldislegur, að ungdómurinn hafi eitthvað hollt og uppbyggilegt að fást við.95 Og viti menn, félaginu tekst að sigra á Reykjavíkurmóti pilta á sínu fyrsta opinbera móti. Fleiri nútímahöfundar skrifa vissulega um íþróttir án þess að þær séu á neinn hátt aðalatriði bókanna eða skipti verulegu máli um söguþráð þeirra, framvindu eða lýsingar. Þær mundu því seint teljast íþróttabókmenntir. Auk þess er að sjálf- sögðu einnig miklu meira til af annars konar íslenskum íþróttabókmenntum, til dæmis fjöldi ævisagna frægra íþróttamanna, þjóðsögur, ljóð, söngvar (þar á meðal 91 Einar Már Guðmundsson 1982: 23. 92 Sama rit: 27. 93 Einar Kárason 1983: 26 og víðar. 94 Sama rit: 69–85. 95 Sama rit: 45–55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.