Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 59
Andleg velferð mannkyns 59
ar.86 Engu að síður ályktuðu þeir ráðgjafar sem hér um ræðir oft áreynslulaust um
slík tengsl jafnvel strax á fyrsta fundi með skjólstæðingum sínum.87
Ekki er síður athyglisvert að skoða hvernig ráðgjafar beittu meðferðarúrræðum
til að útiloka gagnrýni á störf sín og kenningar. Eitt úrræðið var að einangra
sjúklinga frá fjölskyldu, ættmennum, vinum og öðrum þeim sem gátu borið
brigður á þá sögu sem búin var til í meðferðinni. Ástæður fyrir þörfinni á slíkri
einangrun voru á reiðum höndum. Fjölskyldan skiptist nefnilega í gerendur – þá
sem beitt höfðu kynferðislegri misnotkun, oftast feður, bræður, frændur og afar
en líka mömmur og ömmur – og hina sem voru í afneitun (e. denial). Samskipti
við aðila úr báðum hópum voru talin varasöm, sérstaklega á þeim tíma sem trú
skjólstæðings á meinta misnotkun var lítil eða engin. Ekki var óalgengt að ráð-
gjafar lofuðu að gangast sjúklingi í fjölskyldustað, sögðust elska hana, og hvöttu
hana til að umgangast bara aðrar konur sem voru í sömu aðstæðum.88 Deila má
um hve árangursríkar slíkar aðferðir eru í sállækningum en ljóst er að þær eru vel
til þess fallnar að útiloka gagnrýna hugsun, að skjólstæðingurinn fái að heyra hina
hliðina.89 Ofshe og Watters halda því fram að grundvöllur slíkra meðferðarhópa
hafi verið sú trú að „minningar“ um misnotkun sem endurheimtar voru í með-
ferðinni séu alltaf réttar (e. valid). Litið hafi verið niður á þá sem efuðust um eigin
„minningar“ um misnotkun, algerlega hafi verið bannað að efast um „minningar“
annarra.90
Öðrum úrræðum var beitt gegn gagnrýnendum hreyfingarinnar úr vísinda-
samfélaginu. Algengt var að slíkir gagnrýnendur fengju á sig ásakanir um að
vera samúðarlausir afturhaldsseggir, varðhundar feðraveldisins, samverkamenn
glæpamanna eða jafnvel kynferðisglæpamenn sjálfir.91 Í formálanum að Myth of
Repressed Memory segir Loftus t.d. frá haturspóstinum sem hún fékk eftir að hún
fór að láta málaflokkinn til sín taka. Einnig voru settar fram víðtækar samsæris-
kenningar um að helstu stofnanir samfélagsins – leynilögreglan, alríkislögreglan
og dómstólar – tækju þátt í að hylma yfir með þeim sem beittu aðra misnotkun.
Þess vegna fyndust t.d. engin tilvik um fórnarathafnir til dýrðar djöflinum.92
Hreyfingin um bældar minningar hvatti fólk (sjúklinga, ættingja, sérfræð-
inga, samfélagið og fræðasamfélagið) til að mynda sér skoðanir á málaflokknum
á grundvelli einhvers annars en virðingar fyrir sannleikanum. Þrýstingurinn var
allur í þá áttina að nota vitsmuni sína á þann hátt að maður kæmist að tiltek-
inni fyrirframgefinni niðurstöðu. Með orðalagi Mills getum við sagt að andleg
86 Sjá ítarlega umræðu um þennan vanda í Ofshe og Watters 1994: 70 o.áfr.
87 Sjá t.d. Loftus og Ketcham 1994: 9, 192–196 , 201.
88 Sjá Ofshe og Watters 1994: 112–118.
89 Auk þess geta slíkar aðferðir verið harðneskjulegar gagnvart bæði sjúklingi og fjölskyldu hennar.
Saga Lynn Price Gondolf, sem Loftus og Ketcham rekja ítarlega, er því miður ekkert einsdæmi. Í
meðferðinni einangraðist Lynn smám saman frá fjölskyldu og vinum, missti heilsu og fjárhag, og
endaði á geðveikrahæli. Líkt og sumar aðrar konur sem þáðu meðferð til að endurheimta bældar
minningar um áföll, hafði Lynn ítrekað verið beitt grófu kynferðislegu ofbeldi í æsku sem hún
mundi eftir. Tilgáta ráðgjafans var hins vegar að vanlíðan hennar stafaði af annarri misnotkun
sem hún hafði bælt og draga þyrfti fram í dagsljósið. Sjá Loftus og Ketcham 1994: 8–19.
90 Ofshe og Watters 1994: 116.
91 Sjá umræðu í Schacter, Norman og Koutstaal 1997: 63–64.
92 Ofshe og Watters 1994: 187 o.áfr.