Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 131
Samfélagsrýni og gamlar hættur 131
einbeita sér að einu verkefni og klára það, og mynda þekkingu á viðfangsefninu.
Síðara tilfellið endurspeglast í veruleika nútímans. Einstaklingurinn getur t.a.m.
nálgast hvað sem er á internetinu, en líklegt er að hann hafi ekki eirð í að festa sig
við eitthvað eitt. Þetta leiðir af sér skort á sérþekkingu, eitthvað sem Kierkegaard
taldi fjölmiðla innleiða þegar þeir bjuggu til fyrirbærið almenningur. Fjölmiðlar
eru mun víðara hugtak í dag heldur en þá, og áreitið kemur úr fleiri áttum. Aldrei
í mannkynssögunni hefur möguleiki einstaklingsins verið meiri en nú á því að
standa álengdar og fylgjast með lífinu fremur en að taka virkan þátt í því. Frekari
firring og félagsleg einangrun er einn fylgifiskur þessarar þróunar. Þótt Kierkega-
ard hafi verið ötull stuðningsmaður einstaklingsins og fyrirlitið samfélag sitt, taldi
hann engu að síður sinnuleysi gagnvart umhverfinu af hinu vonda. Um það er
Heidegger honum sammála.
Við þurfum þó að hafa í huga að breytingar á eðli mannlegra samskipta eru
ekki endilega alltaf slæmar þó þær feli í sér annan veruleika en þann sem við
teljum eftirsóknarverðan í dag. Rétt eins og tungumálið þróast og eflaust verður
einhverntímann málfræðilega rétt að segja „það var sagt mér“ – vegna þess að það
verður orðið að málvenju – munu samskipta- og tjáningarform fólks breytast.
Mögulega mun framtíðin þá fela í sér samfélög einangraðra og félagslega firrtra
einstaklinga sem geta ekki ákvarðað eigin tilvist og orðið sjálf. Kannski er það
ekkert verri veruleiki heldur en einhver annar? Af þessari umfjöllun er þó ljóst að
rétt eins og fyrir tæpum tveimur öldum er andlegu sjálfstæði einstaklingsins í dag
ógnað úr ýmsum áttum. Meðvitundin um þessa ógn er upphafið á allri baráttu
gegn henni.
Heimildir
Arendt, Hannah. 1994. Eichmann in Jerusalem: A Report on the Banality of Evil. New
York: Penguin.
Bertens, Hans. 1995. The Idea of the Postmodern: A History. London og New York:
Routledge.
Best, Steven og Douglas Kellner. 2003. Postmodernism. The Blackwell Guide to Cont-
inental Philosophy (bls. 285-309). Ritstj. Robert C. Solomon og David Sherman.
Cornwall: Blackwell.
Cochrane, Arthur C. 1956. The Existentialists and God. Being and the Being of God in the
Thought of Soren Kierkegaard, Karl Jaspers, Martin Heidegger, Jean-Paul Sartre, Paul
Tillich, Etienne Gilson, Karl Barth. Philadelphia: Westminister Press.
Dreyfus, Hubert L. 1999. Kierkegaard on the Internet. Anonymity vs. Commitment
in the Present Age. Kierkegaard Studies Yearbook 1999 (bls. 96-109). Ritstj. Niels
Jørgen Cappelørn og Hermann Deuser. Berlin & New York: De Gruyter.
Ferreira, M. Jamie. 2009. Kierkegaard. West-Sussex: Wiley-Blackwell.
Feuerbach, Ludwig. 2008. The Essence of Christianity. Þýð. George Elliot. Walnut:
MSAC Philosophy Group.
Fine, Robert. 2001. Political Investigations: Hegel, Marx, Arendt. London og New York:
Routledge.
Guignon, Charles B. 1993. Introduction. The Cambridge Companion to Heidegger (bls.
1-42). Ritstj. Charles B. Guignon. New York: Cambridge University Press.