Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 118
118 Guðmundur Björn Þorbjörnsson
því sem er utanaðkomandi. Þegar sjálfsverunni (subject) er ekkert framandi er hún
ekki fráhverf umhverfi sínu, eða firrt í þeim skilningi að ytri takmarkanir hindri
hana. Andanum hefur lærst að lifa með takmörkunum, og með því að yfirstíga
firringuna í vissum skilningi er einstaklingurinn ekki lengur ókunnur nánasta
umhverfi sínu. Hann finnur að endingu heimili sitt í heiminum, sem orðinn er
hans eigin.8
Hvort einstaklingurinn sé hæfur um að öðlast þetta frelsi er hins vegar annað
mál og flóknara, en sem eiginlegt frelsi nær Bei-sich-selbst-sein utan um hæfni eða
umfang andans til að ákvarða og öðlast sjálfsvitund og sjálfsstjórn. Hafa ber þó
í huga að slík vera-með-sér-sjálfum felur alltaf í sér samaband á milli sjálfsveru
og viðfangs. Eiginlegt frelsi er alltaf vera með sjálfum sér – í öðrum (þ. bei-sich-
selbst-sein in einem Anderen). Sýn Hegels er þannig sú að frelsi er ekki aðeins
ástand sem sjálfið getur náð eða verk sjálfsins, heldur felur frelsi einnig í sér tengsl
á milli sjálfsins og þeirra aðstæðna eða kringumstæða sem það er í hverju sinni.9
Bei-sich-selbst skilur andinn þannig tengsl sín við náttúruna, öðlast jafnvægi og
sættist við hana.
Umfjöllun Kierkegaards í Nútímanum á vissulega margt skylt við einkenni firr-
ingarinnar hjá Hegel, en samsvörunin er þó meiri í skrifum Marx um hugtakið.
Marx byggir umfjöllun sína að stórum hluta á kenningu Feuerbachs um að hug-
myndin um Guð sé það sem ræni einstaklinginn eiginlegum einkennum sínum
og firri hann. Firring á sér því stað innra með þeim einstaklingi sem tilbiður
Guð, eins og fram kemur í þekktasta riti Feuerbachs, Das Wesen des Christen-
tums. Firringin birtist þannig í frávarpi, þ.e. þegar einstaklingurinn sér Guð sem
birtingarmynd sinnar eigin sjálfsmeðvitundar. Með því að varpa eðli sínu yfir á
handanheiminn og hlutgera það sem Guð, dregur maðurinn sjálfan sig niður sem
auman syndara.10 Marx lýsir firringunni á keimlíkan hátt og Feuerbach, en þó í
formi aðskilnaðar tveggja þátta sem í eðli sínu tengjast. Þáttum sem eiga að passa
saman er sömuleiðis stillt upp sem andstæðum. Félagsleg firring fólks frá eðli
sínu birtist í ófrelsi mannsins og undirgefni hans gagnvart öflum sem ákvarða
hugmyndir, hugsanir og eðli hans sem manneskju.11 Söguskoðun efnishyggjunnar
segir okkur að manneskjan sé undirgefin þessum öflum og þeim getur hún ekki
stjórnað. Þessi öfl eru afleiðing firringar mannkynsins. Í stað þess að þjóna mann-
eskjunni eru kraftar mannsins einstaklingnum framandi og fráhverfir og birtast
honum sem fjandsamlegt afl. Í þessu umhverfi er firring mannsins alger.12 Ein-
staklingurinn er háður heiminum sem hann býr í og í honum er hann valdalaus.
Því firrir hann ekki aðeins sjálfan sig frá því sem hann og umhverfi hans hefur
skapað, heldur einnig frá öðru fólki. Ólík form firringar sameinast því í einni hjá
Marx; sjálfsfirringu mannsins frá sínu mennska eðli. Hinn firrti einstaklingur er í
8 McCarney 2000: 76–79.
9 Wood 1990: 45.
10 Feuerbach 2008: 186–187.
11 Marx 1988: 77–78.
12 Singer 1980: 45–46 .