Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 118

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 118
118 Guðmundur Björn Þorbjörnsson því sem er utanaðkomandi. Þegar sjálfsverunni (subject) er ekkert framandi er hún ekki fráhverf umhverfi sínu, eða firrt í þeim skilningi að ytri takmarkanir hindri hana. Andanum hefur lærst að lifa með takmörkunum, og með því að yfirstíga firringuna í vissum skilningi er einstaklingurinn ekki lengur ókunnur nánasta umhverfi sínu. Hann finnur að endingu heimili sitt í heiminum, sem orðinn er hans eigin.8 Hvort einstaklingurinn sé hæfur um að öðlast þetta frelsi er hins vegar annað mál og flóknara, en sem eiginlegt frelsi nær Bei-sich-selbst-sein utan um hæfni eða umfang andans til að ákvarða og öðlast sjálfsvitund og sjálfsstjórn. Hafa ber þó í huga að slík vera-með-sér-sjálfum felur alltaf í sér samaband á milli sjálfsveru og viðfangs. Eiginlegt frelsi er alltaf vera með sjálfum sér – í öðrum (þ. bei-sich- selbst-sein in einem Anderen). Sýn Hegels er þannig sú að frelsi er ekki aðeins ástand sem sjálfið getur náð eða verk sjálfsins, heldur felur frelsi einnig í sér tengsl á milli sjálfsins og þeirra aðstæðna eða kringumstæða sem það er í hverju sinni.9 Bei-sich-selbst skilur andinn þannig tengsl sín við náttúruna, öðlast jafnvægi og sættist við hana. Umfjöllun Kierkegaards í Nútímanum á vissulega margt skylt við einkenni firr- ingarinnar hjá Hegel, en samsvörunin er þó meiri í skrifum Marx um hugtakið. Marx byggir umfjöllun sína að stórum hluta á kenningu Feuerbachs um að hug- myndin um Guð sé það sem ræni einstaklinginn eiginlegum einkennum sínum og firri hann. Firring á sér því stað innra með þeim einstaklingi sem tilbiður Guð, eins og fram kemur í þekktasta riti Feuerbachs, Das Wesen des Christen- tums. Firringin birtist þannig í frávarpi, þ.e. þegar einstaklingurinn sér Guð sem birtingarmynd sinnar eigin sjálfsmeðvitundar. Með því að varpa eðli sínu yfir á handanheiminn og hlutgera það sem Guð, dregur maðurinn sjálfan sig niður sem auman syndara.10 Marx lýsir firringunni á keimlíkan hátt og Feuerbach, en þó í formi aðskilnaðar tveggja þátta sem í eðli sínu tengjast. Þáttum sem eiga að passa saman er sömuleiðis stillt upp sem andstæðum. Félagsleg firring fólks frá eðli sínu birtist í ófrelsi mannsins og undirgefni hans gagnvart öflum sem ákvarða hugmyndir, hugsanir og eðli hans sem manneskju.11 Söguskoðun efnishyggjunnar segir okkur að manneskjan sé undirgefin þessum öflum og þeim getur hún ekki stjórnað. Þessi öfl eru afleiðing firringar mannkynsins. Í stað þess að þjóna mann- eskjunni eru kraftar mannsins einstaklingnum framandi og fráhverfir og birtast honum sem fjandsamlegt afl. Í þessu umhverfi er firring mannsins alger.12 Ein- staklingurinn er háður heiminum sem hann býr í og í honum er hann valdalaus. Því firrir hann ekki aðeins sjálfan sig frá því sem hann og umhverfi hans hefur skapað, heldur einnig frá öðru fólki. Ólík form firringar sameinast því í einni hjá Marx; sjálfsfirringu mannsins frá sínu mennska eðli. Hinn firrti einstaklingur er í 8 McCarney 2000: 76–79. 9 Wood 1990: 45. 10 Feuerbach 2008: 186–187. 11 Marx 1988: 77–78. 12 Singer 1980: 45–46 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.