Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 142
142 Elsa Haraldsdóttir
virðast því snúast um það að leita stöðugleika og svara spurningum sem vöknuðu
strax í bernsku.
Þegar Brynjúlfur kemur fram á fullorðinsárin heldur hann áfram, líkt og hann
gerði sem barn, að skoða veruleikann og náttúruna. Hugmyndir hans byggja þó
ekki eins mikið á skynreynslu og áður. Hann skoðar náttúruna og finnur í henni
lögmál og mótsagnir þeirra á milli. Hann beitir markvisst hugsun sinni á veru-
leikann, hinn huglæga og hlutlæga. Hann ígrundar, beitir rökhugsun sinni, dregur
ályktanir og sníður þær að kenningum sínum. En hann rekur sig eilíft á mótsagn-
ir og veggi í kenningasmíð sinni í því eilífa streði að ná tökum á veruleikanum
og hinu dulda. Í hugmyndasmíð sinni gerir hann sér þó ekki vonir um að finna
allsherjarsannleikann. Það sem drífur hann áfram, að hans mati, er að honum var
ásköpuð svo sterk löngun til að leita hans. Þessa löngun hefur hann fengið frá
Guði og frá honum vænti hann einnig hjálpar við að leita þessa sannleika. Fannst
Brynjúlfi sem þessi hjálp bærist og með því hófst síðari kaflinn í sögu hugsunar
hans.28 Sá kafli einkenndist af eindahugmyndinni en sú hugmynd byggðist á því
að öll tilveran væri mynduð af örsmáum lífögnum sem Brynjúlfur kallaði eindir.29
Það var þrennt sem hann taldi vera starfandi í eindaheildinni: allsherjarelska, alls-
herjarspeki og allsherjarkraftur og eru þetta guðdómlegir eiginleikar. Af þessu dró
hann þá ályktun að guðdómurinn starfaði í eindaheildinni.30 Um skilyrði hugs-
unarinnar í hugmyndaferlinu segir Brynjúlfur:
Hugsjónina um Guð þekkti ég nú fyrirfram, eins og sjá má hér að fram-
an, og það var, auðvitað, ósk mín, að hún kæmist að í hugmyndinni fyrr
eða síðar. En ég vissi frá fyrstu, að ef slíkt ætti að geta orðið á þann hátt,
að fullnægjandi væri fyrir mig, þá varð ég að forðast að laga hugmyndina
neitt í hendi mér í þeim tilgangi. Ég varð að fara það sem ég komst án guðs-
hugsjónarinnar. Rökfærslunauðsynin þurfti að knýja mig til að taka hana
með.31
Brynjúlfur gerði því miklar kröfur til hugsunar sinnar og hugmyndasmíðar. Hon-
um var mikið í mun að laga rökfærslu sína ekki að fyrirframgefnum hugmyndum
sínum eða skoðunum. Það skiptir hann miklu máli að leiðin að niðurstöðunni sé
vönduð og fræðileg, og bundin skilyrðum fræðilegrar hugsunar. Þannig er Brynj-
úlfi mikið í mun að beita gagnrýninni hugsun í hugmyndasmíð sinni og þannig
virðist gagnrýnin hugsun verða hluti heimspekilegrar hugsunar. Hann veit að ef
hann gætir sín ekki geti hann villst af leið. Ef hann lætur stjórnast af löngunum
sínum til að færa áreiðanleg rök fyrir guðshugmyndum sínum þá verði kenning
hans hvorki áreiðanleg né sönn. Þetta eru innri skilyrði hugsunar Brynjúlfs; að
hún byggist á aga og trausti og trú á nauðsyn rökfærslunnar. En í frásögn Brynj-
úlfs er einnig að finna gagnrýni á eigin þankagang:
28 Sama rit: 24.
29 Sama rit: 25.
30 Sama rit: 32.
31 Sama stað.