Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 141
Heimspekingur verður til 141
uppfærði því hugmyndir sínar í samræmi við nýfengnar upplýsingar og úreltar
hugmyndir fengu að víkja og gleymdust brátt.21
Á tíunda aldursári fer Brynjúlfur að lesa kverið. Gengur það vel og fær hann
hrós fyrir kunnáttu og skilning. Hann fer jafnframt að lesa aðrar bækur, einkum
fornsögur og rímur, en einnig Biblíuna. Brynjúlfur les bækurnar ekki gagnrýnis-
laust og gleypir ekki við öllu sem þar segir. Það sýnir sig í því að innra með
honum fara að vakna efasemdir um áreiðanleika og sannleiksgildi lærdómsins í
kverinu og Biblíunni.22 Brynjúlfur tekur þó fram að efasemdir þessar hafi hann
ekki fengið annarsstaðar frá. Hann elskaði og hafði mætur á öllu því sem hann las
og heyrði um Guð og Krist en þess vegna var honum svo mikið í mun að það væri
áreiðanlegt. Efinn ágerðist eftir því sem nær dró fermingu og hann velti fyrir sér
hvernig hann gæti vitað með vissu hvort Guð væri til og hefði opinberast mönn-
um.23 Hér virðast vera kaflaskil í þroskasögu hugsunar Brynjúlfs. Á sínum yngri
árum tekst hann á við veruleikann, reynir að höndla hann og gera sér eins skýra
mynd af honum og mögulegt er. Myndina byggir hann á (sjónrænni) skynreynslu,
sinni og annarra. Um fermingaraldurinn tekst hann hins vegar á við hinn trúar-
lega veruleika. Hugmyndir um þann veruleika er erfiðara að byggja á frásögnum
sem vísa í eiginlega skynreynslu og byggjast þær því fremur á upplifun, tilfinn-
ingum og sannfæringu. Þrátt fyrir að hann lesi frásagnirnar í Biblíunni, sem hægt
er að lesa sem sögur af atburðum sem hafa átt sér stað, er eitthvað við þær sem fær
hann til að efast um sannleiksgildi þeirra og velta fyrir sér hvort Biblían sé „tómur
mannatilbúningur“.24 Þessar efasemdir og óvissan sem þeim fylgja valda honum
mikilli vanlíðan. Vanlíðan sem fylgir því að efast um eitthvað sem hefur líf þitt í
greipum sér. Líðan hans lagast þó við það að leggja þessar vangaveltur til hliðar og
biðja Guð um að styrkja sig í trúnni, að ráðleggingu móður hans.25
Innri skilyrði hugsunarinnar
Hugur Brynjúlfs hvílist við það að finna eitthvert svar við efasemdum sínum
og markmið hans með heimspeki sinni, eindakenningunni, var að finna traust-
an frumspekilegan grunn til að byggja veruleika sinn á, bæði hinn trúarlega og
efnislega. Í tengslum við hugmyndir sínar um „Guðdómsviljann“ segir Brynjúlfur
að þær þyki ef til vill barnalegar en hann segir einnig: „Ég hef ávallt verið barn, og
vona að verða það til hins síðasta.“26 Hvað á Brynjúlfur við með þessu? Í niðurlagi
frásagnarinnar um sögu hugsunarinnar segir Brynjúlfur að umræðuefnið hafi ekki
verið þess eðlis að það yrði sannað. Öllu frekar hafi verið um hugmynd að ræða,
hugmynd sem varð til er hugur hans reyndi að finna svör við stórum spurningum
til að „bæta sér upp missi barnatrúarinnar“.27 Markmið heimspekikenninga hans
21 Sama stað.
22 Sama rit: 8.
23 Sama stað.
24 Sama rit: 9.
25 Sama stað.
26 Sama rit: 18.
27 Sama rit: 74.