Hugur - 01.01.2012, Page 141

Hugur - 01.01.2012, Page 141
 Heimspekingur verður til 141 uppfærði því hugmyndir sínar í samræmi við nýfengnar upplýsingar og úreltar hugmyndir fengu að víkja og gleymdust brátt.21 Á tíunda aldursári fer Brynjúlfur að lesa kverið. Gengur það vel og fær hann hrós fyrir kunnáttu og skilning. Hann fer jafnframt að lesa aðrar bækur, einkum fornsögur og rímur, en einnig Biblíuna. Brynjúlfur les bækurnar ekki gagnrýnis- laust og gleypir ekki við öllu sem þar segir. Það sýnir sig í því að innra með honum fara að vakna efasemdir um áreiðanleika og sannleiksgildi lærdómsins í kverinu og Biblíunni.22 Brynjúlfur tekur þó fram að efasemdir þessar hafi hann ekki fengið annarsstaðar frá. Hann elskaði og hafði mætur á öllu því sem hann las og heyrði um Guð og Krist en þess vegna var honum svo mikið í mun að það væri áreiðanlegt. Efinn ágerðist eftir því sem nær dró fermingu og hann velti fyrir sér hvernig hann gæti vitað með vissu hvort Guð væri til og hefði opinberast mönn- um.23 Hér virðast vera kaflaskil í þroskasögu hugsunar Brynjúlfs. Á sínum yngri árum tekst hann á við veruleikann, reynir að höndla hann og gera sér eins skýra mynd af honum og mögulegt er. Myndina byggir hann á (sjónrænni) skynreynslu, sinni og annarra. Um fermingaraldurinn tekst hann hins vegar á við hinn trúar- lega veruleika. Hugmyndir um þann veruleika er erfiðara að byggja á frásögnum sem vísa í eiginlega skynreynslu og byggjast þær því fremur á upplifun, tilfinn- ingum og sannfæringu. Þrátt fyrir að hann lesi frásagnirnar í Biblíunni, sem hægt er að lesa sem sögur af atburðum sem hafa átt sér stað, er eitthvað við þær sem fær hann til að efast um sannleiksgildi þeirra og velta fyrir sér hvort Biblían sé „tómur mannatilbúningur“.24 Þessar efasemdir og óvissan sem þeim fylgja valda honum mikilli vanlíðan. Vanlíðan sem fylgir því að efast um eitthvað sem hefur líf þitt í greipum sér. Líðan hans lagast þó við það að leggja þessar vangaveltur til hliðar og biðja Guð um að styrkja sig í trúnni, að ráðleggingu móður hans.25 Innri skilyrði hugsunarinnar Hugur Brynjúlfs hvílist við það að finna eitthvert svar við efasemdum sínum og markmið hans með heimspeki sinni, eindakenningunni, var að finna traust- an frumspekilegan grunn til að byggja veruleika sinn á, bæði hinn trúarlega og efnislega. Í tengslum við hugmyndir sínar um „Guðdómsviljann“ segir Brynjúlfur að þær þyki ef til vill barnalegar en hann segir einnig: „Ég hef ávallt verið barn, og vona að verða það til hins síðasta.“26 Hvað á Brynjúlfur við með þessu? Í niðurlagi frásagnarinnar um sögu hugsunarinnar segir Brynjúlfur að umræðuefnið hafi ekki verið þess eðlis að það yrði sannað. Öllu frekar hafi verið um hugmynd að ræða, hugmynd sem varð til er hugur hans reyndi að finna svör við stórum spurningum til að „bæta sér upp missi barnatrúarinnar“.27 Markmið heimspekikenninga hans 21 Sama stað. 22 Sama rit: 8. 23 Sama stað. 24 Sama rit: 9. 25 Sama stað. 26 Sama rit: 18. 27 Sama rit: 74.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.