Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 210

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 210
210 Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson Nú víkur sögunni frá fræðimönnum til iðkenda og athyglinni beint að tveimur afreksiðkendum sem urðu rithöfundar. Sá fyrri er Þorgrímur Þráinsson sem var vinsæll og frækinn knattspyrnumaður á áttunda og níunda áratug síðustu aldar í liðinu sem sr. Friðrik stofnaði (Kf. Val) og einnig í landsliðinu. Eftir það fór hann að skrifa unglingaíþróttabækur með beinni skírskotun til heilbrigðs lífsstíls, trausts, heiðarleika, virðingar og varnaðarorða gegn hvers kyns notkun vímuefna.83 Fimm bóka hans má skoða sem hreinar íþróttabókmenntir – Með fiðring í tánum; Tár bros og takkaskór; Mitt er þitt; Svalasta 7an og Okkar á milli.84 Þetta er haft eftir Þorgrími sjálfum um tilgang bókanna: Þorgrímur telur að íþróttaiðkun ungmenna skipti miklu máli, mun meira máli en flestir geri sér grein fyrir. Iðkunin geti verið grunnur að glæstri framtíð, innan vallar sem utan, og í heimi íþrótta séu sorg og gleði, von- brigði, höfnun, sigrar og samkeppni rétt eins og í lífinu sjálfu. Harður en heilbrigður heimur íþrótta er frábær skóli fyrir lífið seinna meir, mótlæti er þroskandi. Heilbrigð hugsun skiptir máli og mikilvægt er að börn og unglingar eflist við mótlæti í stað þess að brotna niður.85 Siðferðisboðskapur Þorgríms Þráinssonar er beint framhald af siðaboðskap UMFÍ og ÍSÍ fyrstu árin og áratugina og gildismati sr. Friðriks Friðrikssonar nema hvað varðar afrekadýrkunina. Hvað afrekin varðar er Þorgrímur meira í ætt við íslensku fornhetjurnar og alls ekki í samhljóman við hinn gamla læri- föður liðsins. Þetta kemur ekki á óvart þar sem Þorgrímur var þekktur fyrir mikið keppnisskap í knattspyrnunni. Sanngjarnt er að nefna annað frávik Þorgríms frá gömlu rómantíkinni: Hann er jafnréttissinnaður gagnvart kynjum því að stelp- urnar í sögum hans eru dugmiklar íþróttakonur. Að vísu skrifar hann sögurnar meira út frá sjónarhóli strákanna enda þekkir hann þann sjónarhól áreiðanlega betur þótt hann hafi síðar tekið sér fyrir hendur að skrifa ráðleggingar til karl- manna um hvernig þeim beri að haga sér til að gleðja eiginkonur sínar.86 Fyrir utan bækur Þorgíms Þráinssonar er ekki um margar íþróttamiðaðar bækur fyrir unglinga eða fullorðna að ræða frá síðustu áratugum. En ef bækur og sjón- varpsefni fyrir börn eru skoðuð má hitta fyrir annan frægan íþróttamann, Magn- ús Scheving, sem varð Íslandsmeistari í þolfimi árið 1992, Norðurlandameistari 1994 og Evrópumeistari 1995. Hann skrifaði bækur um ævintýraheiminn Latabæ87 og framleiddi leiki, kvikmyndir og síðar teiknimyndir um þetta sköpunarverk sitt. Aðalboðskapur þeirra er hreyfing og holl fæða. Latibær er nú frægur um allan heim og hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir heilbrigðan boðskap sinn. Næst er ástæða til að nefna höfund sem einnig er sprottinn úr hringiðu íþróttanna, í þessu tilviki knattspyrnunnar, þótt hún hafi aldrei leikið knattspyrnu svo vitað 83 Hróðný Kristjánsdóttir 2008: 27, 36, 40–44. 84 Þorgrímur Þráinsson 1989, 1990, 1991, 2003, 2004. 85 Hróðný Kristjánsdóttir 2008: 45. 86 Þorgrímur Þráinsson 2007. 87 Magnús Scheving 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.