Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 185
Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 185
föng af meiði ætlandinnar. Þessi viðföng eru til staðar fyrir mér á ólíkan hátt sem
varðar það hvernig upplifunin er gefin (sem bragð, upprifjun, íhugun o.s.frv.).
Þessi fyrir-mér-leiki eða minnleiki [mineness] sem virðist óhjákvæmileg forsenda
þess að viðföng ætlandinnar séu til staðar í upplifun, og er jafnframt sá þáttur sem
gerir það að verkum að telja má upplifanir huglægar, er augljóslega ekki eigin-
leiki á borð við grænn, sætur eða harður. Hann vísar ekki til sérstaks innihalds
upplifunar eða til þess hvað felst í henni, öllu heldur vísar hann til hinnar sér-
stæðu gefni upplifunarinnar eða þess hvernig hún er. Hann vísar til þess hvernig
upplifunin er nærverandi í fyrstu persónu. Hann vísar til þeirrar staðreyndar að
upplifanirnar sem ég verð fyrir gefast mér á annan hátt (en að vísu ekki endilega á
betri eða fyllri hátt) en öllum öðrum. Þar af leiðandi mætti halda því fram að hver
sá sem afneitar fyrir-mér-leika eða minnleika upplifunarinnar átti sig hreinlega
ekki á tilteknum eðlislægum upprunaþætti hennar. Í þessu felst sú fullyrðing að
náin tengsl séu milli sjálfsku, sjálfsupplifunar og sjónarhorni fyrstu persónunnar.
Mikilvægur eiginleiki þessarar hugmyndar um sjálfið er því í því fólginn að litið
er á sjálfið sem lykilatriði reynsluheims okkar en ekki sem eitthvað sem stendur
handan við eða andspænis streymi upplifananna.35
Andstætt þessu lágmarksviðhorfi, sem líta má á sem tilraun til að draga fram
lágmarksskilyrði þess að sjálf sé til staðar, halda þeir sem aðhyllast hugmyndina
um frásagnarsjálf eða útvíkkað sjálf því iðulega fram að greina þurfi á milli þess
að vera sjálf og þess að hafa einbera meðvitund til að bera eða vera skyni gæddur.
Kröfurnar sem þarf að uppfylla til að geta talist sjálf eru strangari en gilda um hið
síðarnefnda. Nánar tiltekið er það að vera sjálf samkvæmt þessu viðhorfi afrek en
ekki eitthvað sem er gefið fyrirfram. Við könnumst líklega öll við þá hugmynd
að sjálfsþekking sé ekki eitthvað sem manni er gefið í eitt skipti fyrir öll, heldur
er hún eitthvað sem þarf að afla sér og það getur gengið misvel. Það sama má að
vísu segja um það sem í því felst að vera sjálf. Sjálfið er ekki hlutur, það er ekki
eitthvað fast og óbreytanlegt heldur er það eitthvað sem þróast. Það er eitthvað
sem verður til í ætlunarverkum manns og verður því ekki skilið óháð sjálfsskiln-
ingi manns sjálfs. Þegar staðið er frammi fyrir spurningunni „hver er ég?“ er ekki
mjög upplýsandi að líta einfaldlega á sjálfan sig sem sjálf eða „ég“. Öllu heldur
felst svarið við spurningunni „hver er ég?“ í því að segja ævisögu.36 Ég öðlast inn-
sýn í þann sem ég er með því að staðsetja persónueinkenni mín, þau gildi sem ég
hef í hávegum, þau markmið sem ég leitast við að ná o.s.frv. innan ævisögu sem
rekur uppruna og þróun þessara þátta; ævisögu sem segir mér hvaðan ég kem og
hvert ég stefni. En jafnframt er því haldið fram að frásögn af þessu tagi nái ekki
aðeins utan um ólík horf tiltekins sjálfs sem þegar er til, vegna þess að ekkert
slíkt fyrirframgefið sjálf er til, þ.e. sjálf sem bíður þess eins að vera fært í orð. Að
trúa á þennan hátt á eitthvað sem er gefið á undan tungumálinu jafngildir því
að láta sögur bókstaflega leiða sig afvega. Öllu heldur er málum þannig háttað
að frásagnir henta sérlega vel til að afla þekkingar á sjálfinu einmitt vegna þess
að sjálfið samanstendur af frásögnum. Því veltur það hver við erum á þeirri sögu
35 Zahavi 1999: 2005.
36 Ricoeur 1985: 442.