Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 107
Heimspeki Lotzes og tengsl hennar við fyrri og síðari heimspeki 107
en við höldum að hann sé. Það skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða „með-
fæddar“ reglur eða reglur sem við höfum aflað okkur með reynslu. Á þessum
vanda er ekki til nein „vísindaleg“ lausn. Hvaðan sem þekking okkar á heiminum
kemur, hvort sem það er á inntaki hans eða almennum grundvallarreglum, þá er
hún alltaf hugmynd okkar um heiminn, ekki heimurinn sjálfur.44
Slíkar almennar efasemdir um þekkingu okkar á veruleikanum hafa að mati
Lotzes engan tilgang, og hann bendir á að mannkynið hafi ætíð snúið baki við
þeim. Mannleg skynsemi hafi alltaf verið fullviss um að jafnvel þótt hún geti ekki
höndlað allan sannleikann, þá geti hún notið hóflegs aðgangs að veruleikanum.
Jafnvel þótt að okkur geti einstaka sinnum læðst sá grunur að við lifum í algerri
blekkingu þá vitum við að ekki er til neinn sjónarhóll sem nota má til að ganga
úr skugga um að svo sé.
Af þessu dregur Lotze þá ályktun að heimspeki geti ekki vonast til að vera
meira en viðleitni okkar til að mynda samkvæma mynd af heiminum. Þótt við
viljum bera mikla virðingu fyrir heimspekinni þá sé firra að líta á hana sem mesta
undur alheimsins. En heimspekin er ekki annað en söguleg staðreynd í sögu
mannsandans á þessari jörð.45
Náttúruhyggja, pragmatismi og klípa sjálfsverunnar
Í þessum hugleiðingum Lotzes koma fram þrjú sjónarmið: annars vegar bendir
hann á það sem kallað hefur verið „klípa sjálfsverunnar“ (e. egocentric predica-
ment)46 og hins vegar setur hann fram ótvíræða náttúruhyggju (e. naturalism). Og
loks dregur hann náttúruhyggjuna sem ályktun af klípu sjálfsverunnar.
Klípa sjálfsverunnar hefur komið fram í heimspeki í margar aldir,47 en var gefið
þetta nafn af Ralph Barton Perry.48 Perry notar klípuna til að færa rök fyrir því
sem hann kallar „verufræðilega hughyggju“,49 andstætt Lotze, sem dregur nátt-
úruhyggju sem ályktun af klípunni. Hugsun Lotzes virðist hins vegar eins konar
uppgjafarhyggja: ef við getum ekki horft á veruleikann frá ytra sjónarhóli, farið
„út úr“ okkur sjálfum og skoðað heiminn frá hlutlægu og hlutlausu sjónarhorni,
þá verðum við að sætta okkur við að þekking okkar sé eins og hvert annað nátt-
úrulegt fyrirbæri og við verðum að vona að hún gefi okkur sem besta mynd af
veruleikanum.
Einnig mætti líta á hugsun Lotzes hér svo að hann sé að setja fram eins konar
pragmatisma: ef við getum ekki staðið á hlutlausum sjónarhól verðum við að
44 Lotze 1912a: CII–CIII.
45 Sama rit: CIII.
46 Lýsa mætti klípu sjálfsverunnar í stuttu máli sem þeim vanda að við virðumst ekki geta farið út
fyrir eigin huga til að skoða heiminn „utan frá“.
47 Þannig má færa fyrir því rök að Berkeley noti klípu sjálfsverunnar sem rök fyrir hughyggju sinni
(sem hann kallar reyndar „óefnishyggju“ (e. immaterialism)).
48 Í Perry 1910.
49 „Ontological idealism“, sem Perry skilgreinir sem þá skoðun að allur veruleiki sé skilgreindur af
þeim sem þekkir hann („Everything (T) is defined by the complex, I know T“).