Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 139
Heimspekingur verður til 139
skýrri hugsun og óskýrri hugsun, eða rökhugsun og hugsun sem virðist ekki vera
bundin rökum eða skynsemi. Hann segir einnig að honum hafi þó verið það lengi
tamt, sérstaklega þegar honum var mikið í mun, að hugsa á fyrri háttinn, jafnvel
eftir að hann var kominn á fullorðinsár.10
Getum við af þessum orðum Brynjúlfs dregið þá ályktun að rökhugsunin komi
með þroskanum og jafnframt að skynsemi sé bundin orðum? Er hægt að færa
allan veruleikann eða alla hugsun í orð? Heimspekingurinn Nancy Vansieleghem
gagnrýnir þá hugmyndafræði sem felur í sér að hvert einasta atriði, atburður, at-
höfn eða reynsla geti verið tjáð og skilin til fulls í rökrænni samræðu sem sé sjálf
lykillinn að bættum skilningi. Vansieleghem vill meina að orðræðan kæfi allan
veruleika og allt „raunverulegt“ drukkni í kóðum samræðunnar en það kallar hún
„the loss of the event“, þ.e. að viðburðurinn glatist.11 Að hennar mati skiptir upp-
lifunin meira máli en orðræðan og rökin sem hún getur skapað. Með „upplifun“
á Vansieleghem við það að hlusta eftir merkingu í samræðunni með því að hafa
sem flesta þætti hennar í huga.12 Samkvæmt þessu er samræðan, og krafan um
gagnrýna hugsun í orðræðu, ekki endilega besta leiðin til að nálgast veruleikann,
að minnsta kosti ekki ein og sér. Íslenski heimspekingurinn Helgi Pjeturss (1872–
1949) segir einnig í grein sinni „Íslenzk heimspeki“ að hafi beri í huga að
[svo] ómetanlega sem orðin og málið hafa hjálpað hugsuninni, þá er öll
djúp hugsun – og raunar mörg grunn líka – orðlaus í fyrstu; það er eins
og leiftri bregði fyrir í huga mannsins og honum veitist sú innsýn, sem ef
til vill þarf langan tíma til að koma í orð, og er aldrei auðið til fulls.13
Af þessu leiðir að erfitt er að meta ágæti eða skynsemiþátt hugsunarinnar sem
hugsaði ekki í orðum heldur hvarflaði yfir efnið. Hvað sem því líður er getan til
að hugsa og tjá hugleiðingar sínar í orðum lykilatriði í þroska hverrar manneskju,
og sömuleiðis verður upplifunin seint frá henni tekin. En eftir að hafa náð tökum
á því að hugsa í orðum fer Brynjúlfur að skoða umhverfi sitt og skilgreina það og
sömuleiðis að skilgreina viðhorf sitt til hlutanna. Þannig uppgötvaði hann sjálfið.
Með því að greina hlutina hvern frá öðrum skilgreindi hann sjálfan sig um leið
sem einstakan, hann var einn sérstakur og ekkert eða enginn eins og hann.14
Þó var það mjög snemma, að ég fór að hugsa um sjálfan mig á sérstakan
hátt. Mér var orðið það ljóst þá er ég man fyrst, að ég sjálfur var aðgreind-
ur frá öllu öðru. […] Og einna mest undraðist ég það, að allir menn voru
eins að því leyti, að enginn þeirra var ég eða eins og ég. Og ég var öðruvísi
en allir aðrir að því leyti, að ég einn var ég.15
10 Sama rit: 3.
11 Vansieleghem 2006: 179.
12 Sama rit: 188.
13 Helgi Pjeturss 1908: 343.
14 BJMN 1997: 3–4.
15 Sama stað.