Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 208
208 Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson
íþróttakennarinn,72 kvalráði íþróttakennarinn eða þjálfarinn,73 misheppnaði þjóð-
ernisofstopafulli íþróttamaðurinn74 eða tilgangslaus kvalafull íþróttaiðkun.75
Fram að þessu hefur verið fjallað um íslenskar sagnabókmenntir þar sem íþrótt-
ir eru annaðhvort ekki nefndar eða koma fyrir í neikvæðu samhengi. Vissulega
eru þó til nútímasagnabókmenntir sem fjalla á jákvæðan hátt um íþróttir og nota
þær til siðferðilegs boðskapar. Þar er fyrst að nefna dr. Sigurð Nordal sem hingað
til hefur ekki verið mikið orðaður við íþróttir. Hann var á sínum tíma stórveldi í
íslenskum menntaheimi og orð hans nánast sem lög. Árið 1940 hélt hann sex er-
indi í Ríkisútvarpinu um heimspeki og siðfræði. Síðasti fyrirlesturinn var smásag-
an Ferðin sem aldrei var farin (Dæmisaga) sem hann skrifaði raunar 23 árum fyrr.76
Sagan lýsir ungum, auðugum Rómverja, Luciusi Cesiliusi Metellusi, sem leiðst
hafði til hóglífis og iðjuleysis en finnur réttan farveg á ný fyrir tilstuðlan íþrótta-
iðkunar og heilsusamlegs lífernis, hvattur af keisara sínum til að undirbúa sig
sem best fyrir mikla og erfiða ferð í þágu ríkisins eftir nokkur ár. Hann undirbýr
andann með því að tileinka sér heimspeki vitrustu manna ríkisins en líkamann
undirbýr hann með íþrótta iðkun. Hann verður breyttur maður og fer að njóta
þessara viðfangsefna og ástunda þau vegna þeirra sjálfra. Þegar keisarinn tilkynnir
honum tíu árum síðar að ferðin verði aldrei farin ákveður Lucius að halda áfram
þessum nýju lifnaðarháttum vegna þess að honum líður betur eftir umskiptin og
finnur að þetta er honum mun hollara.77 Þetta er að sjálfsögðu dæmisaga eins og
heiti hennar gefur til kynna og boðskap hennar er beint til íslensku þjóðarinnar.
Í henni eru íþróttir notaðar til að skapa heilbrigðari einstakling. Þessi orðræða
minnir raunar á skrif annarra fræðimanna um það sem íþróttir og heimspeki hafi
átt sameiginlegt meðal Forn-Grikkja: leitina að sannleikanum og þekkingunni.78
Annar menntamaður notaði íþróttirnar í baráttu sinni fyrir betra samfélagi
manna. Árið 1931 gaf sr. Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi og formaður KFUM
út bókina Keppinauta sem hann hafði skrifað allmörgum árum fyrr fyrir unga
vini sína í Knattspyrnufélaginu Val.79 Sagan gerist í Bandaríkjunum og fjallar um
stofnun knattspyrnufélags í litlu þorpi. Bókin hefur mjög sterkan siðferðisboð-
skap, auk hins kristilega, og boðar heiðarleika og drengskap, fallegar hugsanir,
bindindi, hófsemi og leikgleði.
Ræða farandsalans McFairland sem áður var knattspyrnuhetja en hafði leiðst út
í drykkjuskap og óreglu lýsir vel skoðunum sr. Friðriks. Þar segir m.a.:
Stundið íþróttina vegna íþróttarinnar sjálfrar, hún er vel þess verð, en
ekki vegna ávinnings eða frægðar. […] Stundið leikinn þannig að sem
flestir hafi gagn af honum en ekki vegna kappleikjanna. Kappleikir eru
72 Ragnar Ingi Aðalsteinsson 1995.
73 Svava Jakobsdóttir 1982: 77–82.
74 Arnaldur Indriðason 2005.
75 Indriði G. Þorsteinsson 1984.
76 Sigurður Nordal 1943b.
77 Sama rit: 90–104.
78 McNamee 2008: 14; Young 1985: 171–172.
79 Friðrik Friðriksson 1931: 136–137.