Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 34
34 Steinunn Hreinsdóttir
né endanlegt svar við þjáningartilvistinni. Ótal margar og í raun óþekkjanlegar
ástæður geta legið að baki mannlegri þjáningu sem við afgreiðum ekki með einu
(frumspekilegu) hugtaki, sem miðar að því að festa merkinguna kirfilega í fyrir-
fram ákveðið kerfi. Frumspekin sem slík er teikn um stöðnun; hún leiðir af sér
nauðhyggju sem fjötrar mannshugann og allt líf.
Ef við ætlum að ákvarða óskiptan vilja sem ástæðu alls, þá er hann ástæða
mögulegrar (og ómögulegrar) þekkingar. Þá má geta þess að verkið Heimurinn
sem vilji og hugmynd segir okkur í raun að hlutlægnin og endanlegur sannleikur
láta á sér standa. Viljinn er einmitt blindur, stefnulaus og án tilgangs – og heim-
urinn er ætíð hugmynd mín. Heimurinn er vilji og hugmynd í látlausri verðandi,
á skilafresti í kerfi mismuna og í stöðugri mótun í víxlverkun tíma og rúms þar
sem allt getur gerst.
Heimildir
Björn Þorsteinsson. 2011. Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til
heimspekinnar? Vísindavefurinn. (Skoðað 30.05.2012)
Derrida, Jacques. 1982. Différance. Margins – of philosophy. Chicago: Chicago Univer-
sity Press.
Derrida, Jacques. 1991. Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna. Spor í
bókmenntafræði 20. aldar (bls. 129–152). Ritstj. Garðar Baldvinsson. Reykjavík: Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Íslands.
Derrida, Jacques. 2002. Différance. Helsingør: Det lille forlag.
Fauth, Søren R. 2010. Schopenhauers filosofi. Kaupmannahöfn: Informations Forlag.
Fernández, Jordi. 2006. Schopenhauers’s Pessimism. Philosophy and Phenomenological
Research 73/3, 646–664.
Janaway, Christopher. 1999. Schopenhauer’s Pessimism. The Cambridge Companion to
Schopenhauer. Cambridge: Cambridge University Press.
Kant, Immanuel. 2003. Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni. Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag.
Neeley, Steven. 2003. The Knowledge and Nature of Schopenhauer’s Will. Schopen-
hauer. A Consistent Reading. New York: Edwin Mellen Press.
Schopenhauer, Arthur. 1903. On the Fourfold Root of the Principle of Sufficient Reason.
London: Open Library.
Schopenhauer, Arthur. 1958. The World as Will and Representation.Volume II. New York:
Dover.
Schopenhauer, Arthur. 1970. Essays and Aphorisms. London: Penguin Classics.
Schopenhauer, Arthur. 1999. Prize Essay on the Freedom of the Will. Cambridge: Cam-
bridge University Press.
Schopenhauer, Arthur. 2004. The Essays of Arthur Schopenhauer: Studies in Pessimism.
Gloucester: Dodo Press.
Schopenhauer, Arthur. 2006. Verden som vilje og forestilling (bind I). Kaupmannahöfn:
Gyldendal.
Schopenhauer, Arthur. 2008. The World as Will and Presentation. Volume I. Harlow:
Pearson.
Simmel, Georg. 1991. Pessimism. Schopenhauer and Nietzsche. Chicago: University of
Illinois Press.