Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 156

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 156
156 Jean-Marie Guyau meðvitað um fyllingu sína sem mun birtast annars staðar í annarri mynd, því í heiminum eyðist ekkert. Í stuttu máli er það geta lífsins og athafnasemin sem ein eru fær um að leysa, ef ekki að öllu leyti þá að hluta til, þau vandamál sem hrein hugsun setur fram. Efahyggjumaður, í siðferðisefnum jafnt sem frumspekilegum, heldur að honum skjátlist eins og öllum öðrum, að mannkyninu muni alltaf skjátlast, að hinar svokölluðu framfarir séu kraftganga á staðnum; honum skjátlast. Hann sér ekki að feður okkar hlífðu okkur fyrir villunum sem þeir rötuðu í og að við munum hlífa afkomendum okkar við okkar villum. Hann kemur ekki auga á að í öllum villum býr sannleikur og að þetta sannleikskorn vex smátt og smátt og öðlast stöðugleika. Á hinum endanum er sá sem er haldinn kreddutrú og heldur að hann hafi ólíkt öllum öðrum öðlast sannleikann, heilan, skilgreindan og afdráttarlaus- an: honum skjátlast einnig. Hann sér ekki að alstaðar er sannleikurinn blandaður villu, að ekkert í hugsun mannsins er nægilega fullkomið til að verða endanlegt. Sá fyrri telur að mannkyninu fari ekki fram, sá seinni að það sé nú þegar komið á leiðarenda. Það er til meðalvegur milli þessara tveggja tilgáta: við ættum að segja að mannkynið sé á göngu og að það gangi óstutt. Vinnan jafnast á við bænina eins og sagt er.2 Hún er meira virði en bænin eða, öllu heldur, hún er hin sanna bæn, hin sanna forsjón mannsins: aðhöfumst í stað þess að biðja. Treystum aðeins á sjálf okkur og aðra menn, reiðum okkur á okkur sjálf. Vonin, eins og forsjónin, sér stundum fram fyrir sjálfa sig (providere).3 Munurinn á yfirnáttúrulegri forsjón og náttúrulegri von er sá að hin fyrri þykist geta breytt náttúrunni milliliðalaust fyrir atbeina þess sem er yfirnáttúrlegt eins og hún sjálf, en hin síðari breytir að- eins okkur sjálfum. Hún er afl sem ekki er æðra okkur heldur innra með okkur: okkur fleygir sjálfum fram fyrir hennar atbeina. Þó er enn óljóst hvort við séum ein á ferð eða hvort heimurinn fylgi okkur, hvort hugsunin geti nokkurn tíma leitt náttúruna; – höldum þó áfram. Það er eins og við séum á skipinu Leviathan þegar það hafði misst stýrið eftir að hafa fengið á sig öldu og með brotið mastur eftir vindhviðu. Það var villt í hafi eins og jörðin okkar í geimnum. Þaðan hraktist það til og frá, knúið áfram af storminum eins og gríðarstórt rekald með menn innanborðs; það komst þó í höfn.4 Kannski mun jörðin, kannski mun mannkynið líka ná óþekktu markmiði sem það skapar sér sjálft. Engin hönd vísar okkur veg- inn, ekkert auga sér fyrir okkur. Stýrið er löngu brotið eða, öllu heldur, það var aldrei neitt stýri, það á eftir að smíða það: það er mikið verkefni og það er okkar verkefni. Tryggvi Örn Úlfsson þýddi 2 [Líklega er hér verið að vísa í þekkt orðasamband eftir einn kirkjufeðranna, Jóhannes Chryso- stom biskup í Konstantínópel á 4. og 5. öld: ekkert jafnast á við bænina.] 3 [Franska orðið fyrir forsjón, providence, er dregið af latnesku sögninni providere sem eins og íslenska samsvörunin þýðir að sjá fram fyrir sig.] 4 [Í september árið 1861 var stærsta skip veraldar á þeim tíma, farþegaskip að nafni Leviathan, á leið frá Liverpool til Norður-Ameríku. Á leiðinni lendir það í stormi þar sem stýri skipsins brotnar. Skipstjórinn nær þó með hjálp farþega að gera tímabundið við stýrið, sigla því út úr storminum og til hafnar á Írlandi þar sem gert var við það.]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.