Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 83

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 83
 Vilji og skynsemi 83 komið fram og þróast á stigbundinn hátt.27 Frá þessu sjónarhorni eru meðvit- aðar viljaathafnir mannsins ekki andstæða ósjálfráðra viðbragða heldur má líta á hvoru tveggja sem birtingarmynd ólíkra stiga í þróun mannshugans, þar sem ósjálfráð „lífeðlisfræðileg“ viðbrögð hafa þróast til meðvitaðrar, skynsamlegrar og viljabundinnar breytni á náttúrulegan hátt. Í sálfræði Spencer falla því tilfinningar mannsins, skynsemi og vilji undir sama hatt. Öll meðvituð og sjálfráð breytni felur í sér og er óhugsandi án minnis, skyn- semi, tilfinninga og vilja.28 Meðvitund mannsins getur gert sér ólíkar hugmyndir um ólík viðbrögð við tilteknum aðstæðum, sem geta ýmist byggt á eðlisávísun, minni, skynsemi eða tilfinningum, sem takast á og leitast við að raungerast. Viljinn er hinsvegar fólginn í raungervingu ákveðinnar hugmyndar og er orsakavaldur að líkamlegum og sálrænum athöfnum en er jafnframt orsakaður af lífeðlisfræðilegri gerð mannsins og sem slíkur er viljinn skilyrtur og lögmálsbundinn.29 Viljinn er ekki frjáls eða sjálfráður nema í takmörkuðum skilningi. Spencer mótmælir ekki þeirri hugmynd að hver og einn hafi frelsi til að gera það sem hann eða hún vill eða þráir en viljinn er engu að síður lögmálsbund- inn í þeim skilningi að hver einstaklingur hefur nauðsynlega til að bera vilja til einhvers eða þrá eftir einhverju. Þó að einstaklingurinn geti haft áhrif á viljann er viljinn ávallt nauðsynlega til staðar, og einstaklingurinn hefur ekki vald yfir því hvort hann vill eða vill ekki. Viljinn er óaðskiljanlegur hluti af sálfræðilegri gerð mannsins sem hann hefur ekki vald yfir. Spencer telur að þeim sem haldi fram óskoruðu frelsi viljans skjöplist hrapallega um gerð sjálfsins og að í því fel- ist eitthvað meira en „samþætt meðvitund raunverulegra sálfræðilegra þátta“.30 Hugmyndin um fullkomlega sjálfráðan vilja virðist gera ráð fyrir því að maðurinn geti brotið þau lögmál sem eru að verki í sálarlífi hans, að viljinn komi til sem ytra boðvald sem er ekki náttúrulegur hluti af sálfræðilegri gerð hans. Þegar einhver lýsir breytni sinni og segir „ég ákvað“ eða „ég vildi“ virðist vera gert ráð fyrir því að sjálfið sé eitthvað annað og meira en þeir sálfræðilegu þættir sem lágu að baki hvötinni og athöfninni. Útkoman hefði orðið allt önnur án frjáls vilja. Markmið Spencers að þessu leyti er ekki að reyna að draga úr mikilvægi viljans eða koma einstaklingnum undan því að bera siðferðilega ábyrgð á gjörðum sínum. Afstaða Spencers snýst um að ekki sé hægt að taka viljann „út fyrir sviga“ heldur sé vilj- inn þvert á móti samofinn náttúrulegri og sálfræðilegri gerð mannsins, rétt eins og skynsemi hans og tilfinningar. Hin hefðbundna hugmynd um fullkomlega frjálsan vilja virðist hinsvegar byggja á mannskilningi af þeim toga sem einkenndi hugmynd Kants um manninn sem íbúa tveggja heima. Sú hugmynd að viljinn sé sjálfstæður þáttur sjálfsins sem sé óháður lögbundnum sálfræðilegum grundvelli hans er einfaldlega blekking í huga Spencers. 27 Sama rit: 317. 28 Sama rit: 366. 29 Sama rit: 367. 30 Sama rit: 369.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.