Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 165
Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 165
auki vel við konur, þá var gott á milli okkar. Hún minnti mig á allt það
sem ég hafði lært hjá hjúkrunarkonunni. Við hlógum oft saman og í stað
þess að fara að vinna fórum við stundum í bíó. Ég var ánægð með að hún
byggi hjá okkur.
Við sjáum að vinkonan gegnir nokkurn veginn sama hlutverk og trúnaðarvinkon-
an hjá heiðvirðu konunni sem hrærist meðal kvenna. Með henni er ánægju deilt,
með henni eru samskiptin frjáls, skilyrðislaus og því líkast til af fúsum og frjálsum
vilja. Þegar vændiskonan er búin að fá nóg af karlmönnum, komin með viðbjóð
á þeim eða af löngun til tilbreytingar, leitar hún oft að hvíld og ánægju í faðmi
annarrar konu. Í öllu falli er sá gagnkvæmi skilningur, sem ég hef talað um og
sameinar konur milliliðalaust, ríkulegri í þessum tilfellum en nokkrum öðrum.
Af þeirri staðreynd að tengsl þeirra við helming mannkynsins eru af viðskipta-
legum toga, og að samfélagið allt lítur á þær sem úrhrök, leiðir að vændiskonur
hafa sterka samkennd sín á milli. Fyrir kemur að þær keppi hver við aðra, verði
afbrýðisamar hver út í aðra, svívirði hver aðra eða sláist, en þær þurfa nauðsynlega
hver á annarri að halda til að mynda „mótheim“ þar sem þær finna aftur mennska
sjálfsvirðingu. Vinkonan er trúnaðarvinur og hinn útvaldi álitsgjafi: Það er hún
sem kann að meta kjólinn, hárgreiðsluna, sem ætlað er að táldraga karlmenn, en
birtist einnig sem markmið í sjálfu sér í augnaráði öfundsjúkra eða aðdáunarfullra
kvenna.
Hvað varðar hins vegar tengsl vændiskonunnar við viðskiptavini, þá eru skoð-
anir afar skiptar og sjálfsagt eru tilfellin margvísleg. Oft hefur verið bent á að hún
geymir kossinn á munninn fyrir ástmann sinn þar sem um óhefta tjáningu á ástúð
er að ræða og að hún líkir ekki saman ástúðlegu faðmlagi og starfstengdu faðm-
lagi. Vitnisburður karlmanna er grunsamlegur, því hégómleiki þeirra ýtir undir að
þeir láti blekkjast af uppgerðarfullnægingum. Það verður að segjast að aðstæður
eru allt aðrar þegar um er að ræða skyndidrátt, „næturdrátt“, reglubundin tengsl
við kunnugan viðskiptavin eða „færibandavinnu“ þar sem afleiðingarnar eru oft
mikil líkamleg þreyta. Marie-Thérèse sinnti starfi sínu venjulega af áhugaleysi,
en hún minnist ákveðinna nótta með unaði. Hún átti nokkra „ástvini“ og segir
að allar vinkonur sínar hafi líka átt einhverja slíka. Það kemur fyrir að konan
neiti að taka við greiðslu frá viðskiptavini sem henni hefur líkað við og stundum
býðst hún til þess að hjálpa honum ef hann lendir í vandræðum. En almennt
talað sinnir konan engu að síður starfi sínu án tilfinninga. Sumar sýna öllum
viðskiptavinum sínum aðeins tómlæti litað einhverri fyrirlitningu. „Ó, hvað karl-
menn eru miklir kjánar! Hvað konur geta fyllt hausinn af þeim af því sem þær
vilja!“ skrifar Marie-Thérèse. En margar finna fyrir klígjugjarnri óvild gagnvart
karlmönnum, þeim finnst meðal annars lestir þeirra ógeðfelldir. Ýmist vegna þess
að þeir fara í vændishús til þess að svala afbrigðilegum þörfum sínum sem þeir
þora ekki að nefna við konur sínar eða hjákonur, eða vegna þess að það að vera í
vændishúsi ýtir undir afbrigðilegheit, krefst fjöldi manna þess af konunni að hún
uppfylli „kynóra“ þeirra. Marie-Thérèse kvartaði sérstaklega undan því að Frakk-
ar hefðu óseðjandi ímyndunarafl. Sjúklingar í meðferð hjá dr. Bizard hafa trúað