Hugur - 01.01.2012, Side 202
202 Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson
á Íslandi að söguöldin hafi verið gullöld Íslendinga og hetjur hennar hafi verið
bestu þegnar sem þjóðin hefur alið, auk þess sem þær hafi verið fyrirmyndir og
hugsjónir fátækrar og kúgaðrar þjóðar allt þar til hún reis úr öskustónni á 20.
öld.31 Á fáum stöðum í heiminum hefur heiður skipt jafn miklu máli og á Íslandi,
nema þá ef vera skyldi í Grikklandi til forna32 og múslímalöndum nútímans, sbr.
svokölluð „sæmdarmorð“. Í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og allt fram til og jafnvel
fram yfir lýðveldistöku 1944 ríkti þetta upphafna sögualdarhetjuviðhorf á Íslandi
og varð ein af meginstoðum sjálfstæðisbaráttunnar.
Á þessum tíma voru uppi og störfuðu ötullega fræðimenn um forna sögu og
bókmenntir sem skýrðu gjörðir fornhetjanna í ljósi þessara skýru og afdráttarlausu
viðhorfa sögualdarinnar, hvað varðar heiður, drengskap, mannorð og hefndar-
skyldu.33 Þetta rómantíska viðhorf til Íslendingasagna ríkti allt til vorra daga, hér
á landi sem annars staðar þar sem rannsóknir á þeim hafa verið stundaðar.
Einn þeirra sem skrifaði í anda rómantíkurinnar um fornhetjurnar var sagn-
fræðingurinn Björn Bjarnason. Hann segir meðal annars um hetjurnar á grund-
velli orða Íslendingasagnanna sjálfra að hetjan sé fríð sýnum, há á velli, grönn og
bein, sterk, fim og vígkæn, augun frán og snör. Hún sé stórlát, dáðrík og frægðar-
fús, sigursæl, kjarkmikil og stefnuföst, lífsglöð og beri harm sinn í hljóði. Hún sé
orðstillt, athugul, skapfelldin og orðheppin, baráttuglöð og áhættusækin. Hún
sé áræðin og hraust. Hún berjist í broddi fylkingar og hlýði því sem æðra settir
skipa fyrir um. Hetjan sé grandvör, orðheldin og hreinskilin, örlát og framagjörn,
göfug lynd og heiðarleg. Hún sé háttprúð í hversdagsfari, hófsöm og alþýðleg,
spök og unni fróðleik og skáldskap.34
Þarna er í stuttu máli dregið saman „allt sem prýða má einn mann“ eins og
Skáld-Rósa orti um ástmann sinn. Vafasamt er þó að nokkur einn fornmaður
hafi risið undir þessu öllu. Sömu gildi koma fram í skrifum annars fræðimanns,
Jens Glebe-Møller.35 Sumar þessara dygða virðast vera einstaklingsbundnar, aðrar
félagslegar. Meginatriðið er þó að skyldur og dygðir hetjanna fléttast mjög áberandi
inn í félagsleg tengsl þeirra, svo og gildi, viðhorf og aðstæður í sögunum sjálfum.36
Í þessu samhengi verður að minna á tengsl dygðahugsjónar sögualdar við hinar
miklu eldri grísku dygðir eins og þær koma til dæmis fram í dygðasiðfræði Arist-
ót elesar. Bæði forngrískar íþróttir og fornnorrænn hetjuskapur byggja á dygðum
sem eru í verulegum mæli félagslegar þótt auðvitað verði að gæta þess að nákvæm
merking hugtaksins „dygð“ er ætíð að hluta háð samfélagi og tíma.37 Aðaldygðir
hetjusamfélaganna virðast hafa verið hugrekki og samskipta- og persónueinkenni
tengd því eins og heiður, vinátta, hófsemi og viska.38 Aristóteles byggir dygðirnar
á því sem er manninum gott, eudaimonia – blessun, hamingju, blómstrun, ekki
31 Guðmundur Sæmundsson 2004; Guðmundur Sæmundsson, Einar Hróbjartur Jónsson og Soffía
Björg Sveinsdóttir 2008; Guðmundur Sæmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir Kolka 2008.
32 MacIntyre 2008: 121; McNamee 2008: 143; Sessions 2004: 47–57.
33 Einar Ólafur Sveinsson 1943; Ólafur Briem 1972; Sigurður Nordal 1942.
34 Björn Bjarnason 1950: 13–24.
35 Glebe-Møller og Pedersen 1987.
36 Hermann Pálsson 1981: 64–65, 69–70; Vilhjálmur Árnason 1985: 28.
37 Sama rit: 121–130.
38 Sama rit: 131–145.