Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 150
150 Elsa Haraldsdóttir
má velta fyrir sér hvort við eyðum öllum fullorðinsárunum í að svara ráðgátum
barnæskunnar og þá því hvort ráðgátur lífsins birtist okkur strax á æskuárunum.
Ef það er rétt má færa rök fyrir því að heimspekileg hugsun sé möguleg, ef ekki
eðlislæg, strax á barnsaldri.
En voru það ytri eða innri aðstæður sem hvöttu Brynjúlf til heimspekilegr-
ar hugsunar? Það sem skipti án efa sköpum í þroska hugsunar Brynjúlfs voru
þau jákvæðu viðbrögð sem hann fékk frá móður sinni við hugleiðingum sínum
og sömuleiðis samræðugleði samferðamanna hans um heimspekileg málefni.
Umhverfi Brynjúlfs virðist einnig vera honum innblástur að heimspekilegum
vangaveltum, jörðin, himininn og „aðrir“. Það má hins vegar draga það í efa að
það hafi verið fegurð himinsins eða spjall verbúðarmanna sem hafi verið orsök
heimspekilegrar hugsunar Brynjúlfs. Einhver innri skilyrði hugsunar hans gerðu
það að verkum að hann upplifði himininn sem „ekkert“ og hafði þörf fyrir að taka
þátt í samræðum verbúðarmanna.
Brynjúlfur var, eins og hann segir sjálfur, mjög forvitinn og áhugasamur um
lífið og tilveruna og eyddi allri ævinni í að reyna að svara þeim spurningum og
mótsögnum sem hann rak sig á í hugmyndasmíð sinni. Einhver innri drifkraftur
gerði það að verkum að heimspekilegar hugleiðingar áttu hug hans allan. Ein-
staklingurinn virðist því koma á undan aðstæðunum, innri skilyrði á undan þeim
ytri, þegar kemur að skilyrðum heimspekilegrar hugsunar. Brynjúlfur virðist hafa
verið í stöðugu samtali við sjálfan sig um lífið og tilveruna. Þessum hugleiðingum
sínum og annarri reynslu, líkt og spurningaflóð hans er vitni um, deilir hann með
öðrum, til að mynda móður sinni. Þannig skipta þær viðtökur sem hugmynd-
irnar fá öllu máli fyrir möguleika þeirra til að þroskast og dafna og í því felst
ytri skilyrði heimspekilegrar hugsunar. Það er því mikilvægt að taka vel á móti
hugleiðingum barna og unglinga um lífið og tilveruna og efla og hvetja til heim-
spekilegrar hugsunar.
Heimildir
Björn Þorsteinsson. 2005. Tími mannsins: Gagnrýnin hugsun í óræðri veröld. Hugsað
með Páli: Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum (bls. 45–54). Ritstj. Róbert H.
Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1997. Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og
tilveruna. Haraldur Ingólfsson ritaði inngang og sá um útgáfu. Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag.
Descartes, René. 2001. Hugleiðingar um frumspeki. Þýð. Þorsteinn Gylfason. Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag.
Elsa Haraldsdóttir. 2011. Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skól-
um. Gagnrýnin hugsun og siðfræði. (Skoðað þann 15.03.2012).
Helgi Pjeturss. 1908. Íslenzk heimspeki. Skírnir 82, 342–360.
Hume, David. 1999. Rannsókn á skilningsgáfunni. Þýð. Atli Harðarson. Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag.
Janz, Bruce. 2004. Philosophy as if place mattered. What Philosophy Is: Contemporary
Philosophy in Action (bls. 103–115). Ritstj. Havi Carel og David Gamez. London og
New York: Continuum.