Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 16

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 16
16 Henry Alexander Henrysson ræðir við Mikael M. Karlsson Háskóla Íslands. Hér hefur alltaf verið lögð áhersla á þennan grunn. Páll og Þor- steinn voru á endanum sammála mér um þessar áherslur sem betur fer. Þorsteinn var reyndar mjög efins lengi vel og alveg á móti kennslu í heimspekisögu. Sem var kannski ekki skrítið. Hann hafði lært í Oxford að heimspeki snerist eingöngu um rökfærslur. Og hann sagði lengi vel að nemendur gætu bara lesið þetta sjálf. En svo endaði þetta með því að hann kenndi heimspekisögu manna mest! En hvað var það við heimspeki Aristótelesar sem laðaði þig að henni? Ja, þetta kom af sjálfu sér þegar ég fór að kenna hérna á Íslandi. Ég hafði lítið lesið af heimspeki hans í námi mínu. Ég sá einfaldlega að ég yrði að komast inn í þankagang hans og þegar það gerðist varð ég mjög impóneraður. Þetta var fyrir- myndarheimspekin. Siðfræðin sérstaklega, ég las auðvitað hitt líka, en siðfræðin hafði mest áhrif á mig. En auðvitað er allt sem hann segir tengt. Og þér finnst hann aldrei fara út af sporinu? Ég er ekki alltaf sammála Aristótelesi. Ég hef alltaf lesið hann sem lifandi heim- speking. Og hann skrifaði líka þannig. Hann gerði ráð fyrir að allar kenningar þyrfti að prófa. Og hann er líka alltaf að draga fram hvað sé gott hjá öðrum spek- ingum. Platon er ekki svona. Hann er skínandi heimspekingur en ekki jafn góð fyrirmynd. Það er Aristóteles sem skapar heimspekina eins og maður á að leggja stund á hana. Til dæmis býr hann til þessar mismunandi greinar sem við þekkj- um í dag. Sumar tilheyra svo ekki heimspekinni sem slíkri lengur. En þetta var einmitt eitthvað sem ég hafði í huga við uppbyggingu námsins hérna. Áherslan var á þennan aristótelíska anda. Það er ekki nóg að læra bara þekkingarfræði og rökfræði. Ég lærði í þannig pósitífískum anda. Og gekk ágætlega. En mér fannst alltaf eitthvað vanta. Siðfræði og stjórnmálaheimspeki eru nauðsynlegar greinar til að ná tökum á heimspeki. Þetta tengist allt eins og ég sagði. Við getum ekki hugsað um heimspeki sem einstakar rökfærslur. Segi ég, sem kenndi heilt nám- skeið um eina einstaka rökfærslu þegar ég kenndi fyrst við Háskóla Íslands! Þú hefur einmitt alla tíð talað um mikilvægi rökfræði og þekkingarfræði og sýnt fram á gríðarlega þekkingu og hæfni í þessum greinum. En samt kennir maður þig fyrst og fremst við aðrar greinar: siðfræði, lögspeki, réttarheimspeki. Ég er búinn að skrifa og hugsa um margt en það hefur alltaf verið ákveðinn kjarni í þessu. Ég hugsa að þessi kjarni tengist fyrst og fremst athöfnum. Réttarheim- spekin er til dæmis mjög vítt svið, en ég hef verið að tengja hana við athafnir og ábyrgð. Og þú hefur líka tjáð þig töluvert um stjórnskipun. Hefur þú alltaf haft áhuga á pólitík? Ég veit ekki hversu mikið það tengist heimspeki. Ég myndi bara kalla það „mömmuvit“. Mamma mín var hreinskilnasta og réttlátasta manneskja sem ég hef þekkt. Hún var prinsippmanneskja án þess að predika eða móralísera. Hún var fullkomlega laus við fordóma og ég ólst upp við mikilvægi þess. Faðir minn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.