Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 28

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 28
28 Steinunn Hreinsdóttir (að geta ekki fullnægt viljanum) ekki nauðsynlega að vera þjáningarfull upplifun. Þar að auki lærum við smám saman af reynslunni að þekkja viljann og áttum okkur á því að við stjórnum ekki framvindunni af eigin vilja. Við lærum að sefa viljann og stilla löngunum okkar í hóf, hefta eigingirnina til þess að geta betur umgengist hvert annað. Ánægjan þarf ekki að einskorðast við það að uppfylla endanlega allar langanir. Ofurmenni Nietzsches er til dæmis ekki lokamarkmið, heldur stöðugt lífsverkefni og ferli sem felst í því að maðurinn eigi að skapa sitt eigið líf og móta sjálfan sig. Maðurinn er allt lífið að fikra sig áfram í tilvistarlegum og þekkingarfræðilegum skilningi – og einmitt það gefur lífinu gildi. Þá getur vellíðan falist í virkninni, í áreynslu og einbeitingu viljans þar sem unnt er að gleyma sér sem viljaveru við iðju og færni af ýmsu tagi (veiði, skák, langhlaup, fjallgöngu); slík einbeiting getur einmitt verið griðland hugans eða vindstilla sálarinnar. Við þurfum ekki að vera svo upptekin af hamingjunni; hún veldur okkur jafnvel óþarfa áhyggjum ef við hugsum of mikið um hana. Þá tel ég að þjáningin hafi jákvæðan flöt; hún veldur jafnan hugarórum (hvort sem er vegna skorts á fullnægju eða leiða); hún ýtir við okkur, skerpir dómgreind og skilar sér í ákveðnu ferli og framvindu. Hið sama á við um óttann og bölið; þau fá okkur til þess að standa saman sem vinir, fjölskylda og þjóð. Þjáning sökum leiða sem maðurinn hneigist til er að mínu mati fyrst og fremst persónubundin. Vitrænn viljinn er þess eðlis að hann kýs leiðann; hann ákveður hvað hann vill af nauðsyn. Þá felur leiðinn í sér svartsýna mynd af veruleikanum, en svartsýni er hugarástand og jafnframt afstaða til lífsins; lífið sjálft er erfitt eða leiðinlegt. Leiðinn staðfestir einfaldlega að það er manninum eðlislægt að vilja og vera virkur; hann bendir til þess að okkur er ætlað að reyna á okkur og hafa fyrir hlutunum. Margar ástæður geta legið að baki leiða mannsins (sem verða ekki tíundaðar hér); það skal hins vegar áréttað að leiðinn og viljaleysið fara einnig í ákveðið ferli og leiðinn varir ekki endalaust. Leiðinn getur verið hvati til þess að gera eitthvað nýtt, sem er jákvætt í sjálfu sér. Í leiðanum má sjá tækifæri og ný viljamynstur; ef mér til að mynda leiðist í vinnunni þá reyni ég að skipta um vinnu. Schopenhauer bendir sjálfur á að leiðinn fái okkur til þess að sækjast eftir félagsskap hvert við annað og jafnvel þá sem okkur þykir síst vænst um.18 Ótal möguleikar geta því opnast í leiðanum. Af þessu er ljóst að skorturinn fer ávallt í ferli og þarf ekki nauðsynlega að vera þjáningarfullur. Hann er fyrst og fremst hvati til að aðhafast, sem getur bæði verið sársaukafullur og ánægjulegur. Hann er upphaf á tilteknu ferli athafna okkar sem fer í ófyrirsjáanlegan farveg allt eftir því hvernig veruleikanum vindur fram. Rétt er að árétta að við getum aldrei tekið viljann út úr því samhengi sem hann birtist í og niðurnjörvað hann í eina merkingu (skort) og eina tilfinningu (þjáningu). Þá þekkjum við ekki viljann í sjálfum sér, sem er blindur og brigðull í senn; það 18 Schopenhauer 2008: 367.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.