Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 160
160 Simone de Beauvoir
hún var að gera“ segir skjólstæðingur okkar orðrétt, af ungum manni sem
hún sá aldrei aftur og níu mánuðum síðar ól hún hraust barn.
S. er afmeyjuð 14 ára gömul af ungum manni sem tældi hana heim til sín
með því að segjast ætla að kynna hana fyrir systur sinni. Ungi maðurinn
átti enga systur en var með sárasótt og smitaði telpuna.
R. er afmeyjuð 18 ára gömul í gamalli skotgröf af giftum frænda sínum
sem hafði farið með hana til að skoða orrustuvellina, barnaði hana og
neyddi hana til að yfirgefa fjölskyldu sína.
C., 17 ára að aldri, er afmeyjuð á ströndinni eitt sumarkvöld af ungum
manni sem hún var nýbúin að kynnast á hótelinu, í hundrað metra fjar-
lægð frá mæðrum þeirra sem ræddu dægurmálin í sakleysi sínu. Smit-
aðist af lekanda.
L. er afmeyjuð 13 ára gömul af frænda sínum meðan þau hlustuðu á
útvarpið, en frænkan, sem vildi alltaf fara snemma í háttinn, lá grunlaus
í næsta herbergi.
Þessar ungu stúlkur sem gáfu mótþróalaust eftir hafa engu að síður orðið fyrir
andlegu áfalli vegna afmeyjunarinnar, við getum verið viss um það. Gott væri að
vita hver sálfræðilegu áhrifin af þessari hrikalegu reynslu hafa verið á líf þeirra.
En það er ekki hægt að sálgreina „stelpurnar“, þær eiga í vandræðum með að lýsa
sjálfum sér og fela sig á bak við klisjur. Hjá sumum þeirra má finna skýringuna á
því að þær gáfu sig svona auðveldlega fyrsta manninum á vald í hugarórum um
vændi sem við höfum áður rætt um eða vegna kala til fjölskyldunnar, vegna and-
styggðar á vaxandi kynhvöt, af löngun til að þykjast vera fullorðnar. Sumar mjög
ungar stúlkur herma eftir vændiskonum; þær mála sig á ýktan hátt, umgangast
stráka, daðra og eru ögrandi. Þær eru þó enn barnalegar, kynlausar, kynkaldar,
halda að þær geti leikið sér að eldinum án afleiðinga. Einn dag tekur karlmaður
þær á orðinu og órarnir verða að veruleika.
„Þegar hurð hefur verið brotin upp, er erfitt að loka henni aftur“, sagði ein
14 ára gömul vændiskona.3 Þrátt fyrir það er óalgengt að stúlka ákveði að fara í
götuvændi um leið og hún hefur verið afmeyjuð. Í sumum tilvikum tengist hún
fyrsta ástmanni sínum sterkum böndum og býr áfram með honum. Hún vinnur
„heiðvirt“ starf og þegar að því kemur að ástmaðurinn yfirgefur hana leitar hún
huggunar hjá öðrum. Úr því að hún tilheyrir ekki lengur einum manni telur hún
sig geta gefið sig öllum öðrum á vald; stundum er það ástmaðurinn, sá fyrsti eða
sá næsti í röðinni, sem stingur upp á þessari leið til að afla tekna. Það eru líka til
margar ungar konur sem hafa farið út í vændi vegna foreldra sinna. Í vissum fjöl-
skyldum, eins og hinni frægu amerísku Juke-fjölskyldu, hafa allar konurnar lagt
þetta starf fyrir sig. Meðal ungra flökkukvenna má finna stóran fjölda telpna sem
hafa verið yfirgefnar af sínum nánustu. Þær hafa þá byrjað í betlinu og fært sig yfir
í götuvændi. Parent-Duchâtelet komst að því árið 1857 að af 5000 vændiskonum
höfðu 1441 orðið fátæktinni að bráð, 1425 höfðu verið tældar og síðan yfirgefnar,
3 Tilvitnun úr La Puberté eftir Marro.