Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 167
Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 167
réttu, að þær séu innlimaðar í samfélag sem krefst þjónustu þeirra. Þær vita mæta
vel að uppbyggilegt tal lögreglumannsins sem færir þær til bókar er einungis mál-
skrúð og upphafnar skoðanir sem viðskiptavinir þeirra hafa í frammi fyrir utan
vændishúsið slá þær ekki út af laginu. Marie-Thérèse útskýrir fyrir eiganda bak-
aríisins sem hún bjó hjá í Berlín:
Ég elska alla. Þegar peningar eru í spilinu, frú … Já, vegna þess að hvort
sem sofið er hjá karlmanni frítt, eða án þess að ætlast til neins á móti,
þá hugsar hann það sama um yður, þessi, hún er hóra, ef þér látið hann
borga, þá lítur hann líka á yður sem hóru, já, en snjalla hóru. Því þegar
beðið er um peninga þá getið þér verið viss um að karlmaðurinn segir
undireins: „Ó! Ég vissi ekki að þú starfaðir við þetta“ eða „Áttu mann?“.
Hana nú. Greitt eða ekki, það kemur út á eitt. „Nú já“, svarar hún, „þér
hafið rétt fyrir yður.“ Ég segi við hana, því þér standið í hálftíma í biðröð
til að fá skömmtunarmiða fyrir skóm. Ég sef hjá í hálftíma. Ég fæ skó án
þess að borga, og það sem meira er, ef ég hef haldið rétt á spöðunum, þá
fæ ég þar að auki greitt. Þannig að eins og þér sjáið þá hef ég rétt fyrir
mér.
Það er ekki siðferðilegt eða sálfræðilegt ástand vændiskvenna sem gerir tilvist
þeirra erfiða. Það eru efnislegar aðstæður þeirra sem oftar en ekki eru hörmulegar.
Þær eru misnotaðar af melludólgnum eða hórumömmunni og búa við öryggis-
leysi og þrír fjórðu þeirra eru einnig auralausar. Eftir fimm ár í starfi eru 75%
þeirra komnar með sárasótt segir dr. Bizard sem hefur sinnt miklum fjölda þeirra.
Það er óhugnanlegt hversu auðveldlega þær reynslulitlu sem eru undir lögaldri
smitast, um 25% þeirra þurfa að láta skera sig upp vegna afleiðinga sárasóttar.
Ein af hverjum 20 er með berkla, 60% verða alkóhólistar eða dópistar, 40% þeirra
deyja innan við fertugt. Við þetta er því að bæta að þrátt fyrir varúðarráðstafanir
kemur öðru hverju fyrir að þær verði þungaðar og þurfa þá oftast að fara í fóstur-
eyðingu við mjög slæm skilyrði. Vændi á lægri stigum er erfitt starf því konan,
sem er kynferðislega og fjárhagslega kúguð, á það á hættu að vera handtekin, sæta
niðurlægjandi lækniseftirliti, verða fyrir barðinu á kenjum viðskiptavinanna og er
varnarlaus gegn bakteríum, sjúkdómum og eymd og er dregin niður á sama plan
og hlutur.11
Frá lágstéttarvændiskonunni til lagskonunnar eru mörg þrep.12 Grundvallarmun-
11 Vissulega verður ekki bætt úr þessu með neikvæðum og hræsnisfullum aðgerðum. Til að vændi
hverfi þarf tvö skilyrði: annars vegar að siðsamleg störf séu tryggð öllum konum og hins vegar að
almenna viðhorfið sé opið fyrir frelsi til ásta. Vændi verður ekki upprætt nema þeim þörfum sem
því er ætlað að svara sé rutt úr vegi.
12 [Orðið „hétaïre“ (lagskona) er ekki lengur notað í frönsku, a.m.k. ekki í talmáli. Þetta er gam-
alt orð sem notað var um hjákonur og fylgdarkonur við hirðina. Á þeim tíma sem Simone de
Beauvoir notar orðið hefur það líklega átt við konur sem eru á framfæri kvæntra vel settra karl-
manna en eru ekki eiginkonur þeirra. Erfitt er að finna orð sem nær sömu merkingu á íslensku.
Einn möguleikinn væri „fylgdarkona“, en í venjulegri notkun orðsins er það meira notað til að lýsa
konu sem veitir þjónustu tímabundið, kannski kvöldstund, og innifelur ekki endilega kynmök.