Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 189
Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 189
með því að taka upp viðhorf annarra til manns sjálfs, og það getur aðeins átt sér
stað innan félagslegs umhverfis.42
Í þriðja hluta Veru og neindar (L’être et le néant) má finna hina frægu greiningu
Sartres á blygðun. Sartre færir rök fyrir því að blygðun sé ekki tilfinning sem ég
gæti kallað fram upp á eigin spýtur. Hún gerir ráð fyrir íhlutun af hálfu hins,
ekki aðeins vegna þess að hinn er sá sem ég blygðast mín frammi fyrir, heldur
einnig – og það skiptir meira máli – vegna þess að það sem ég blygðast mín fyrir
er runnið undan rifjum hins. Ég blygðast mín ekki sem fyrstupersónusjónarhorn
sem erfitt er að festa hendur á eða sem sínálæg vídd minnleikans, heldur í krafti
þess hvernig ég lít út gagnvart hinum. Með öðrum orðum afhjúpar blygðun það
óumflýjanlega fyrir mér að ég er til fyrir öðrum og er þeim sýnilegur. Ennfremur
felur það að finna fyrir blygðun einmitt í sér að fallast á álit hins, jafnvel þótt í
skamma stund sé. Það er að gangast við því að ég sé það sem hinn telur mig vera.
Eins og Sartre orðar það: „Ég er þetta sjálf sem annar þekkir.“43 Sartre greinir
einnig veru mína fyrir aðra þannig að hún einkennist af því að vera utan við sig,
í henni er fólgin ytri vídd verunnar,44 og ræðir í því sambandi um þá tilvistarlegu
firringu sem kemur til sögunnar þegar hinn verður á vegi mínum. Að meðtaka
sjálfan mig frá sjónar horni hins er að meðtaka sjálfan mig eins og ég er séður í
heiminum miðjum, sem hlutur meðal hluta, með eiginleika og skilyrðingar sem
ég er þó ég hafi engu um það ráðið. Augnaráð hins þrýstir mér inn í tíma og
rúm heimsins. Ég er ekki lengur gefinn sjálfum mér sem miðja heimsins í tíma
og rúmi. Ég er ekki lengur einfaldlega „hér“, öllu heldur er ég við dyrnar eða í
sófanum; ég er ekki lengur einfaldlega „núna“, öllu heldur er ég orðinn of seinn
á stefnumótið.45
Sartre var ekki fyrsti fyrirbærafræðingurinn sem fékkst við hugmyndir sem
þessar. Í allmörgum rita sinna vekur Husserl máls á sérstöku og afar mikilvægu
afbrigði sjálfsvitundar, þ.e. aðstæðunum þar sem ég upplifi að hinn upplifir mig.
Þessari „upprunalegu og gagnvirku samveru“, þessu dæmi um sí-ítrekaða sam-
kennd þar sem óbein upplifun mín af öðrum einstaklingi fer saman við upplifun
mína af sjálfum mér, má lýsa sem aðstæðum þar sem ég sé sjálfan mig með augum
hins.46 Þegar ég geri mér grein fyrir því að ég get verið gefinn hinum á sama hátt
og hinn er gefinn mér, það er að segja þegar ég geri mér grein fyrir því að ég sjálfur
er hinum annar einstaklingur, þá breytist sjálfsskilningur minn í samræmi við
það. Ég tek þá að líta á sjálfan mig sem einn meðal annarra, sem eitt sjónarhorn
af mörgum, sem meðlim í „við-samfélagi“.47 Ennfremur er það ekki fyrr en ég
meðtek hinn þannig að hann meðtaki mig, og skil sjálfan mig sem hinn fyrir
hinum, sem ég meðtek sjálfan mig á sama hátt og ég meðtek þau, og tek að vita af
sömu einingunni og þau vita af, þ.e. sjálfum mér sem persónu.48 Því lítur Husserl
42 Mead 1962: 138.
43 Sartre 1943: 307.
44 Sama rit: 287, 314, 334, 582.
45 Sama rit: 309, 313, 317, 481, 581.
46 Husserl 1959: 136-137.
47 Husserl 1974: 245, 1973a: 468.
48 Husserl 1954: 256, 1973a: 78.