Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 125
Samfélagsrýni og gamlar hættur 125
Hinir eru hluti af einstaklingnum, og eru yfir og allt um kring í umhverfinu og
Dasein einstaklingsins staðsetur sig innan þess sviðs þar sem hlutir og tæki eru
tiltæk og bregst við á viðeigandi hátt.40
Alastair Hannay bendir á hvernig Kierkegaard leggur sífellt áherslu á að innan
þess tíðaranda sem hann lifir í skipti engu máli hver einstaklingurinn sé í raun
og veru, svo lengi sem hann kalli ekki á athygli. Heimur sem er jafnaður á jafn
neikvæðan hátt er almennur heimur sem enginn á og enginn gerir tilkall til. Sam-
félag þar sem sjálfsverurnar eru óhlutbundnar er samfélag sem stjórnast af óhlut-
bundum lögum sem hvorki tengjast náttúruheiminum né innra lífi mannsins.41
Því má með sanni segja að í því jöfnunarferli sem á sér stað í samfélaginu sem
Kierkegaard lýsir færist einstaklingurinn fjær og fjær því verkefni að verða sjálf.
Heidegger telur hins vegar að einstaklingurinn geti haldið sérkennum sínum en
aðeins upp að vissu marki. Einstaklingurinn þarf alltaf að taka mið af umhverfinu
og þar af leiðandi fólkinu í kringum sig, sama hversu fráhverfur umhverfinu hann
kann að vera. Ef hann gæti einangrað sig algerlega væri hann í sömu sporum og
íronistinn í Begrebet Ironi eða fagurkerinn í Enten/Eller.42 Það sem Heidegger
heldur fram er að einstaklingurinn geti ekki flúið sína Veru-í-heiminum.43 Svo
notað sé nærtækt dæmi má nefna að í póker er hægt að „pakka“ ef spilarinn
fær slæma hönd, en þegar einstaklingnum er kastað inn heiminn verður hann að
„kalla“ og halda leiknum áfram. Einstaklingurinn er þannig óhjákvæmilega hluti
af umhverfi sínu, og því er hér ekki hægt að tala um eiginlega firringu í marxísk-
um skilningi. Heidegger færist hins vegar nær nálgun Kierkegaards þegar hann
ályktar að þegar Dasein fari of djúpt inn í þennan heim og týnist í honum, sé eig-
inleg vera einstaklingins tekin burt af Hinum. Þetta er það sem Heidegger kallar
das Man, einstaklingurinn hefur samsamað sig Hinum í sinni daglegu Veru-með-
öðrum.44
Sú vera-með-öðrum sem das Man stendur fyrir, gerir Dasein óaðskiljanlegan
hluta af Hinum. Einkenni okkar sem einstaklinga mölbrotnar því og ægivald das
Man sýnir sig. Við verðum hluti af stórri heild, og högum okkur eins og das Man
segir okkur að eigi að haga sér, jafnvel þótt reglurnar séu hvergi skrifaðar. Vera
okkar í daglega lífinu er forskrifuð af das Man.45 Áhrif Kierkegaards á Heidegger
40 Sama rit: 154. Með orðinu zuhanden reynir Heidegger að útskýra grundvallarskilning okkar á því
hvernig við notum hluti, tæki og tól á „réttan“ eða viðeigandi hátt. Ef hlutir eru ekki tiltækir, eða
í „þekkingarlegri nálægð“, eru þeir merkingarlausir og við myndum ekki vita hvernig við ættum
að nota þá. Ef við vitum ekki hvernig nota á hamar, verður hann hjákátleg smíð í augum okkar.
41 Hannay 2003: 174.
42 Frá veruleika fagurkerans hefur þegar verið greint í þessari umfjöllun. Í Begrebet Ironi er greint
frá því hvernig unnt er að öðlast fjarlægð frá öðru fólki með því að nota kaldhæðnina sem vopn.
Öðlist einstaklingurinn þessa fjarlægð þarf hann ekki að takast á við skuldbindingar daglega
lífsins. Hann öðlast því á endanum það sem Soderquist (2007: 96) kallar „sífellda firringu“. Ein-
staklingurinn er í raun aldrei til staðar.
43 Vera-í-heiminum er grunnur Verunnar. Það er ástand Dasein, sem er a priori, en nær þó ekki að
endurspegla kjarna Verunnar, því Veran á að vera skilin í tengslum við aðra, sjá Heidegger 1962:
160.
44 Heidegger 1962: 163. Das Man myndi útleggjast á íslensku sem „maður“, eins og í „maður á að gera
eitthvað“. Á ensku hefur hentug þýðing á þýskunni ekki fundist, og því er venjan að láta das Man
standa óþýtt. Það verður einnig gert hér.
45 Sama rit: 164. Í þessu samhengi er hægt að velta því fyrir sér af hverju Mona Lisa er álitið frábært