Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 232

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 232
232 Ritdómur I Kredda í kreppu er að hluta til ágætt yfirlit yfir það sem félagsvísindafólk hefur sagt um kosti og (sérstaklega) galla hins frjálsa markaðar og afleiðinga hans. Stefán fer á hlaupum yfir gagnrýni Pauls Krugman og Josephs Stiglitz á óheftan markaðsbúskap, fjallar um nýlegar rannsóknir Richards Wilkinson og Kate Pickett á félagsleg og heilsufarsleg áhrif ójafnaðar, auk þess að vitna talsvert í rannsóknir Íslendinganna Stefáns Ólafssonar og Þorvaldar Gylfa- sonar. Komið er víða við, sem að einhverju leyti bitnar á skipulagi umfjöllunarinnar. En í inngangi sínum varar að vísu Stefán lesandann við því, og afsakar sig með því að honum „liggi mikið á hjarta, hafi margt að segja“ (13). Meðal þess sem Stefán bendir á er að framleiðni í Bandaríkjunum virðist hafa dregist saman og rauntekjur almennings lækkað á „blómaskeiði frjálshyggjunnar“, þ.e. tímabilinu 1980–2005. Á áratugunum þar á undan, „ríkisþátttökuskeiðinu“, hafi hins vegar kjör almennings batnað, hag- vöxtur verið meiri og rauntekjur aukist (84–91). Þá hafi ójöfnuður margfaldast á frjálshyggjuskeiðinu, samkvæmt flestum aðferðum til að mæla slíkt, og félagslegur hreyfanleiki minnkað. Óþarfi er að fjöl- yrða um afleiðingar slíks ójafnaðar, en rannsóknir benda t.d. til að í þeim ríkj- um Bandaríkjanna þar sem ójöfnuður er hvað mestur sé heilsa almennings verri og glæpatíðni hærri en í öðrum ríkjum þar vestra (306–7). Reynslan af blönduðum markaðshag- kerfum og velferðarstefnum í Skandinavíu grefur einnig undan ýmsum af kreddum frjálshyggjunnar. Efnahagslífið á Norður- löndunum er t.d. blómlegt þrátt fyrir háa skatta, og aðgerðir stjórnvalda til að auka jöfnuð í þessum löndum virðast ekki hafa dregið úr einstaklingsframtaki, öfugt við það sem frjálshyggjumenn boða. Þvert á móti er fjöldi nýrra einkaleyfa miðað við fólksfjölda hvergi meiri en í Svíþjóð og Finnlandi, og hlutfallslega eru þar líka töluvert fleiri þekkingarþyrpingar en í „Bretlandi hálf-frjálshyggjunnar“ (122). Ekki virðist heldur sú kenning frjálshyggju- og íhaldsmanna að háar atvinnuleysisbætur dragi úr atvinnuþátt- töku standast skoðun; t.d. sé atvinnuþátt- taka í hinum „skandinavísku kratabælum […] meiri en í sæluríkjum hinnar engil- saxnesku frjálshyggju“ (313). Loks fjallar Stefán um takmarkanir á skilvirkni markaða og færir ýmis rök gegn möguleikanum á „fullkomnum“ markaði. Meðal þess sem Stefán bendir á er að eðlis síns vegna henti sum gæði illa sem markaðsvörur; grunnrannsóknir í vísindum séu til að mynda gríðarlega kostnaðarsamar þeim sem leggur í þær, en erfitt er að koma í veg fyrir að aðrir njóti ábatans (125–132). Stefán gerir einnig tals- vert úr því að upplýsingar raunverulegra markaðsgerenda séu ósamhverfar, öfugt við það sem einkennir hina ímynduðu, fullkomnu markaði.1 Þá bendir hann á að til þess að markaðir virki sem skyldi þarf öflugt ríkisvald að sinna eftirliti og berja í markaðsbrestina (71–78). Ég má til með að benda á að þessi atriði eru öll vel þekkt úr hagfræðinni, eins og Stefán gerir sér auðvitað grein fyrir. En af því ætti að sjást að því fer fjarri að hagfræðin sem slík boði þá blindu markaðstrú sem hann gefur stundum í skyn. Allt styður þetta fullyrðingu Stefáns um að samfélög stjórnist hvorki af form- úlum frjálshyggjumanna né annarra; þótt t.d. aukið markaðsfrelsi kunni stundum að auka hagvöxt, framleiðni og velferð, þá sé það alls ekki algilt. Því sé rétt að varast lögmálshyggju og alhæfingar, bæði frá hægri- og vinstrivæng stjórnmálanna. II Frjálshyggjumenn hafa ofurþröngan skilning á frelsi og réttindum, þar sem öll áhersla er lögð á neikvætt frelsi (frelsi undan afskiptum) og réttindi eru meira eða minna einskorðuð við eignarétt. „Frjálshyggja“ er því varla réttnefni, enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.