Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 22

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 22
22 Steinunn Hreinsdóttir ans. Viljinn orsakar nauðsynlega hreyfingu og býr í öllum lifandi sem efnislegum hlutum í heimi fyrirbæranna: í steina- og plönturíkinu, í dýraríkinu sem og mannlífinu. Þá birtist hann í öllum efnasamböndum og í náttúruöflum; viljinn er alls staðar að verki þar sem alheimsátök og -spenna myndast milli mismunandi afla í samhljóma einingu hlutanna.4 Viljinn er hið stýrandi afl athafna okkar og birtist ljóslega í meðvituðum at- höfnum mannsins, þar sem skynsemin velur meðvitað úr tilefni athafna hans. Rétt er að geta þess að skynsemin er ávallt í þjónustu viljans. Schopenhauer sveig- ir skynsemina undir viljann og skipar kenningu sinni um eðlishvatir og tilfinn- ingalíf mannsins ofar skynsemishyggju Kants. Viljinn er undirliggjandi kraftur sjálfsins og hið raunverulega sjálf; skynsemin er aftur á móti ambátt viljans og er aðeins verkfæri hans til þess að ná settum markmiðum, ígrunda og mynda sértæk hugtök.5 Viljinn birtist þannig jafnt í hverjum blindum náttúrukrafti sem og í ígrund- uðum athöfnum mannsins. Það sem kallast hjá manninum persónuleiki og hjá steininum eiginleiki er eitt og hið sama. Þá getur viljinn einnig birst sem blindur og ómeðvitaður í athöfnum manna þar sem eiginlegur skilningur kemur til seinna. Dæmi um slíkt er til að mynda atvik sem við blygðumst okkar fyrir með eftirsjá; við skiljum ekki okkar eigið viljaverk. Persónulegur vilji getur því komið okkur á óvart, sem er í takt við þá staðreynd að við þekkjum ekki eigin vilja til fulls, en vitrænn persónuleiki er samkvæmt Schopenhauer upprunalegur, heill og án ástæðu. Heimur hugmynda okkar flýtur þannig áfram í takt við kröftugan og ógegnsæjan vilja, sem meðal annars veldur því að maðurinn er allt lífið að átta sig á tilfinningum sínum, eigin vilja og persónuleika. Þar sem viljinn er blindur eða virkur án eiginlegrar vitundar/þekkingar, þá er hann einnig handan góðs og ills eða utan siðferðis. Viljinn birtist því gjarnan sem grimmur og miskunnarlaus í hinum skynjanlega heimi. Glöggt dæmi er dýraríkið þar sem flest dýr lifa á því að éta hvert annað í heimi stöðugs ótta. Mennirnir drepa mörg dýrin og eru í átökum og styrjöldum, þar sem sigurinn er óstöðugur og sveiflukenndur; ósætti og vanlíðan er daglegt brauð, náttúruhamfarir eiga sér stað og hryllingur heimsins blasir við. Þá er frumspekilegur vilji fyrirfram gefinn og án ástæðu þar sem hann er utan tíma og rúms, handan lögmáls fullnægjandi ástæðu.6 Viljinn sækist eftir einhverju án ástæðu og er því aldrei orsök; hann hefur ekkert endanlegt markmið né tilgang í sjálfum sér, þar sem hann er blindur, stefnulaus og án þekkingar. Allt líf streðar því án tilgangs. Við komumst ekki út fyrir form þekkingar, tíma, rúms og orsaka- samhengis og getum því ekki vitað af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru – eða af hverju við bregðumst við tilefni athafna á þennan eða hinn veginn. Segja má að viljinn án ástæðu sé eins konar nakið form viljans til þess að vilja. Viljinn er frumspekileg grunneining, blindur og óútskýranlegur kraftur sem birtist í þrám 4 Schopenhauer 2008: 198. 5 Sama rit: 195. 6 Sama rit: 144.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.