Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 97
Heimspeki Lotzes og tengsl hennar við fyrri og síðari heimspeki 97
Þar sem þær ákvarða vensl hlutanna eiga þær engan rétt á þeirri tilvist
sem eðlið og eigindir hafa samkvæmt þeim sjálfum […]. Þar sem við
lítum á hugkvíarnar sem fyrirbæri í sérhverju frumlagi fá þær við það að
vera almennar á þann hátt það gildi sem óskað var að þær hefðu […].13
Lotze vill nota hugtak hins góða til að brúa bilið frá hugtakinu og hinu aðeins
mögulega til veruleikans, hins raunverulega. Hið góða er það sem skilyrðislaust
á að vera, og því er það hin „sanna verund heimsins“ (þ. wahrhafte Substanz der
Welt):
Er það ekkert annað en bláber forlög sem tengja saman bæði ferlin, hið
hlutlæga og innri atburði hins huglæga, eða er það inntak sem á að vera
sem kallar fram bæði þessa tvo arma atburðarásarinnar og ákveðni þess
sem gerist í hinu huglæga, hin frumspekilegu form […]. Hefur það
merkingu að hið almenna huglæga bregst við raunverulegum atburðum
og bregst við á ákveðinn hátt, eða er þetta ekkert annað en það? Hvers
vegna halda verundir sér við gagnvart truflunum sínum […]?14
Slíkum spurningum svarar Lotze m.a. svo:
Sé hugmyndaflugið látið sjá um sig sjálft […] talar það í angist sinni um
efni, hluti í sjálfum sér, hinstu verur, og heldur að heimurinn skiptist í
tvær verundir, sem önnur skapar hugsanir og hin skapar hluti. […] Það
gerir vandlega þá kröfu að í margbreytileika fyrirbæranna, sem eru ekkert
annað en sýndir sem birtast óháð okkur endanlegum verum, verði eftir
og varðveitist smástubbur af því efni sem hlutirnir eru gerðir úr til þess
að allur heimurinn hrynji ekki […]. En fyrirbærin þarfnast ekki slíkra
flóðvarna og burðarbjálka, sem klambra saman sýndinni innan frá og
festa við veruleikann, heldur líða fyrirbærin framhjá og sýna sig, ekki í
greipum hlutaefnis er bindur þau saman, heldur vegna þess samhengis
sem æðri máttur er ekki þarfnast efnislegra krafta til verka sinna hefur
sagt fyrir um.15
Þessa kenningu kallar Lotze „miðaða hughyggju“ (þ. teleologischer Idealismus),16
kenninguna um að það sem er ákvarðist af því sem á að vera, en það var afstaða
sem hann aðhylltist all ævi. Miðuð hughyggja er oft talin tilraun til að sætta trúar-
lega hughyggju Fichtes og forskilvitlega hughyggju Kants.
„Litla“ rökfræðin kom út tveimur árum síðar, 1843. Henni er aftur skipt niður
í þrjá meginhluta. Fyrsti hlutinn ber titilinn „Um myndun hugtaka“, annar hluti
heitir „Um dóma“ og sá þriðji „Um ályktanir og rökstuðning“. Þótt þessi upp-
bygging rökfræðinnar sé hefðbundin og í takti við helstu kennslubækur í rökfræði
13 Sama rit: 300–301.
14 Lotze 1841: 326.
15 Sama rit: 329.
16 Sama stað.