Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 12

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 12
12 Henry Alexander Henrysson ræðir við Mikael M. Karlsson notið góðs af. Sem varð raunin að mínu mati. Bæði stúdenta- og kennaraskipti hafa tekist með eindæmum vel. Og svo hef ég einnig komið að því að byggja upp margvísleg samstarfsnet, svo sem á Norðurlöndum. Öllu þessu þarf að halda áfram og halda við. Ég er ánægður með hvernig til hefur tekist. En uppbyggingarstarf þitt hefur verið víðar en innan veggja Háskóla Íslands. Þú tókst þátt í spennandi uppbyggingu á Akureyri fyrir um það bil tíu árum. Ég hef hugsað um réttarheimspeki í þrjátíu ár. Við getum kannski rætt þær hugmyndir mínar aðeins betur síðar. En þegar staða deildarforseta í lagadeild Háskólans á Akureyri var auglýst til umsóknar ákvað ég að sækja um – og fékk stöðuna! Ég hafði margvíslegar hugmyndir um hvernig væri best að mennta lög- fræðinga og mig langaði til þess að þessar hugmyndir væru prófaðar einhvers staðar. Reyndar voru svo deildir í lögfræði og félagsvísindum sameinaðar og undirbúningsvinnan varð geysilega mikil. Oft þurfti ég að vakna klukkan fjögur að nóttu til að mæta á fund fyrir norðan meðan á undirbúningnum stóð. En svona var þetta. Þetta var erfiður en gefandi tími. Sérlega gott fólk sem ég vann með. En það eru hræringar í háskólum þessi árin. Excel-ræðið sem ég kalla svo er orðið erfitt viðureignar. Það eina sem getur komið háskóla í fremstu röð, nú eða bara gert hann að þeirri stofnun sem við sækjumst öll eftir, er að búa til skapandi andrúmsloft. Gleymum því ekki að MIT er bara fjörutíu ára gamall háskóli. Þar var einfaldlega tekin ákvörðun um að búa til framúrskarandi háskóla. Og rétta leiðin valin. Það skilar sér alltaf, hugmyndaríkasta fólkið skilar sér þangað. Er þá engin uppbygging framundan? Það er erfitt að sjá þig fyrir sér án þess að það sé at í gangi. Ég veit ekki hvað mun gerast á næstunni. Auðvitað er maður áhyggjufullur yfir stöðu heimspekinnar innan Háskóla Íslands. Það vantar að ráða nýtt fólk eins og alls staðar. En maður getur samt ekki annað en glaðst yfir öðru. Sjáðu til dæmis Wittgensteinráðstefnuna um daginn. Allur þessi fjöldi fyrirlesara af öllu tagi, og íslensku þátttakendurnir féllu vel inn í hópinn. Bæði kennarar og nemendur standast alþjóðlegar gæðakröfur. En það sem angrar mig mest er hvað fólk er að fara með öllu þessu tali um gæðamál háskóla. Hvernig er hægt að tala um gæði háskóla sem er án kennara?! Að minnsta kosti þegar maður hugsar um fjölda nemenda á hvern kennara. Þetta snertir mig mjög djúpt. Megin tilgangur lífs míns hefur verið að byggja upp heimspekikennslu á Íslandi. Ég hef verið Íslend- ingur lengur heldur en meðal Íslendingurinn! Og svo horfi ég á gott fólk hverfa á braut. Það getur ekki verið ákjósanlegt. Aðalatriðið er að við gerum okkur öll grein fyrir því að háskólanám er grunnþjónusta. Það læknar enginn sjúkling samkvæmt kostnaðaráætlun. Ekki misskilja mig samt, ég vil ekki að peningum sé bara eytt í einhverja vitleysu. Ég er mjög sparsamur maður. En því miður er engin samstaða hér innan háskólasamfélagsins – mig grunar að háskólinn sé skipulagður þannig að komið sé í veg fyrir að samstaða skapist. Þú talar einmitt oft um samstöðu og að það sé hægt að framkvæma þetta og hitt ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.