Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 110
110 Erlendur Jónsson
gætum við ekki notað þau til að búa til þekkingarfræði heldur komumst við ekki
að þeim fyrr en verkinu er lokið, og því gætu þau ekki markað upphaf heimspek-
innar, heldur endinn.
Lotze segist heldur ekki geta réttlætt fyrir sjálfum sér þá aðferðafræði að freista
þess að leiða öll sannindi af einhverri æðstu reglu með aðstoð þekkingarfræði.61
Þótt hann hafi í upphafi gert ráð fyrir einingu heimsins þá hafi það aðeins verið
upphaflega reist á fordómum, sem sjálfir þarfnast rannsóknar til að skoða hvort
um er að ræða sannindi nauðsynleg hugsun okkar. Og krafan um að geta leitt
öll sannindi af þessari einu grundallarreglu hvílir á möguleikanum að finna slíka
einingu. Jafnvel þótt slík eining væri fyrir hendi þá þarfnast hún annars fordóms
um það af hvaða tagi einingin er og hvernig hún sameinar allan veruleikann.
Lotze notar hér samlíkingu við tónverk þar sem við getum skynjað ákveðna ein-
ingu og samfellu án þess þó að við getum fært rök fyrir því í hverju einingin
felst. Hann dregur þá ályktun að við gætum valið úr margs konar sannleika, sem
allur er jafn öruggur og jafnmikill grundvallarsannleikur, án þess að við gætum
leitt þessar mismunandi tegundir sannleika stranglega af einhverri einni upp-
sprettu. Við myndum þá þurfa að láta nægja að vita aðeins einstakar staðreyndir;
það væri heimskulegt af okkur að vanmeta slíka vissu og halda áfram leitinni að
einhverjum æðstu sannindum sem við getum ef til vill aldrei höndlað. Í stað þess
getum við notað hvaða reynslu sem er sem hornstein þekkingarinnar, jafnvel þótt
slík reynsla stangist á við meðfædd sannindi sem við viljum láta gilda um allan
veruleikann og þröngva sér upp á meðvitund okkar sem nauðsynleg og algild. Öll
heimspeki hefur að mati Lotzes orðið til við að við hugleiðum hinn raunverulega
gang heimsins, við að reyna að samræma galla heimsins við það sem virtist vera
hlutverk alls sanns veruleika. Hin raunverulega atburðarás reyndist stangast á við
það sem skilningurinn sagði að hún ætti að vera þegar hugurinn glímdi við hinn
óreiðukennda veruleika og þá gáfu menn hugmyndafluginu lausan taminn og
bjuggu sér til heim sem var „sannari“ en þessi skuggalegu fyrirbæri. Menn hefðu
átt að skoða í meiri smáatriðum hin innri tengsl við veruleikann til þess að freista
þess að leysa þennan árekstur. Því virðist sönn og vísindaleg heimspeki ekki eiga
að höfða til grundvallarreglna, heldur til aðferðarinnar sem hún notar til að þróa
hugmyndir sínar.62
Aðferðir þekkingarleitar, heilbrigð skynsemi og mannlegt líf
Aðferð við þekkingarleit getur ekki sett sér eitthvert fast markmið fyrirfram, eins
og þegar við erum að gera eitthvað ákveðið, t.d. byggja hús.63 Vissulega er, segir
Lotze, oft nauðsynlegt að rannsaka almennt eðli þeirra hluta sem aðferðin beinist
61 Sama rit: CXIV.
62 Þessar hugmyndir eru að einhverju leyti undanfarar pragmatismans í Bandaríkjunum á seinni
hluta 19. aldar. Umfjöllun um tengsl Lotzes við pragmatismann er að finna í Hookway 2009.
William James varð fyrir miklum áhrifum frá Lotze, en C.S. Peirce hafði minna álit á honum,
sbr. Peirce 1958: 184.
63 Lotze 1912a: XCVI.