Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 30
30 Steinunn Hreinsdóttir
legan farveg, stilla þær í takt við aðstæður og greina þær með því að koma orðum
að þeim. Þjáning og ánægja eru jafnframt afstæð hugtök og varða einstaka reynslu
mannsins. Þá er skorturinn fyrst og fremst vitrænt viðbragð við viljanum, en við-
brögð okkar eru ekki einhliða, heldur margháttuð, persónu- og aðstæðubundin og
í raun ófyrirsjáanleg. Það eru til persónur sem vilja sjá ljósar hliðar tilverunnar;
menn hneigjast því ýmist til bjartsýni eða svartsýni allt eftir því hvaða viðhorf þeir
hafa til hlutanna.
Rétt er þó að árétta að ánægjan er samkvæmt Schopenhauer ávallt fólgin í
tálsýn, ímyndun og hégóma.20 Hamingjan er því alltaf óekta og fölsk. Hin falska
ánægja er að mínum dómi veikur punktur í bölhyggju Schopenhauers. Hún er
á skjön við ummæli hans um tilfinninguna, um að hún sé bein og milliliðalaus
áhrif frá viljanum líkt og skynjunin, og ætti því að geta verið alla vega. Ánægjan
er fyrst og fremst hrein og einlæg – hvorki sönn né fölsk; hún er til. Það gefur auga
leið að við getum hvorki dæmt tilfinningar okkar né annarra fyrirfram, flokkað
þær og afmarkað og sett í eina formgerð. Hamingja er hins vegar ekki hrein til-
finning heldur frekar ástand sem byggist að einhverju leyti á hugmynd okkar um
tilveruna.
Þar sem viljinn er í alla staði órökvís og hvatvís, þá lætur hann ekki ákvarða
sig í eitt skipti fyrir öll. Hið órökvísa leyfir ekki svo glatt að við einskorðum til-
finningar okkar og viðhorf annað hvort við þjáningu eða ánægju. Óendanlega
margar tilfinningar og mörg sjónarhorn geta sprottið af viljanum; þær þurfa ekki
að vera annaðhvort góðar eða vondar, ánægjulegar eða þjáningafullar. Spurningin
snýst um hvað við viljum einblína á. Að viljinn sé án markmiðs gefur einmitt
svigrúm fyrir svo margt annað. Hann er óþekkjanlegur í sjálfum sér og er í alla
staði óskynsamlegt afl; hann hefur því ómældar víddir og því ekki hægt að greina
hann endanlega.
Tvíhyggja Schopenhauers felur þar að auki í sér hugmynd um endanlega sæld
eða endanlegt böl. Þá er hamingjan ekki stöðugt „eðlilegt ástand“. Það er hvorki til
eðlilegt ástand né endanlegur staður tilfinninga. Tilfinningar láta ekki binda sig
endanlega við tíma eða stað. Að vilja er ekki „villa“ eins og Schopenhauer heldur
fram; frekar er villan fólgin í þeirri hugdettu að geta endanlega fullnægt viljanum
og sett hamingjuna í endanlegt ástand. Að lifa er að vilja og vera til, leyfa tilfinn-
ingum að mótast á ófyrirsjáanlegan hátt og takast á við hlutina.
Hamingjuhyggja sem viðmið eðlislægrar bölhyggju
Schopenhauer leitast við að gera þjáninguna að stöðnuðu viðhorfi til lífsins.
Greining hans og túlkun á viljanum eru fólgnar í kerfishugsun grundvallaðri á
tvíhyggju og hamingjuhyggju. Tilfinningum eru settir afarkostir; aðeins tvennt
er í boði: þjáning eða hamingja. Viljanum er þröngvað niður í pendúl-formúlu
bölhyggjunnar þar sem hamingjuhyggja er höfð sem viðmið. Christhoper Janaway
bendir einmitt á hvernig Schopenhauer notar „reiknivísi sældarhyggjunnar þar
sem hver þjáning skrifast á reikning skuggahliðar lífsins, en heildarmynd ánægj-
20 Sama rit: 372.