Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 41
Andleg velferð mannkyns 41
að fullu. Ýmsir einblína á lið tvö í rökfærslu Mills, að nær algert hugsunarfrelsi
og málfrelsi séu ófrávíkjanleg skilyrði þess að við fáum uppgötvað allar, eða sem
flestar hliðar sannleikans.
Vilji menn skilja málflutning Mills fyrir hugsunarfrelsi og málfrelsi í heild
sinni er varasamt að einblína á sannleiksrökin á kostnað hinna rakanna. Sú nálg-
un verður enn varasamari skeyti menn ekki um orðalagið „andleg velferð mann-
kyns“.15 Þá virðast rök Mills fyrir hugsunarfrelsi og málfrelsi standa á brauðfót-
um. Ef tilgangur hugsunarfrelsis og málfrelsis er einungis að tryggja að fólk hafi
sannar skoðanir eða hátt hlutfall slíkra skoðana (á móti röngum skoðunum)16
vaknar nefnilega sú spurning hvort ekki mætti ná markmiðinu með því að bann-
færa rangar skoðanir og helbera þvælu (t.d. tilgátuna um að jörðin sé flöt). Væri þá
ekki betra að láta eitthvert kennivald innræta öllum sannar skoðanir eða þær sem
eru taldar sennilegastar á hverjum tíma, t.d. bestu kenningar vísindamanna? Ef
við einblínum alfarið á sannleiksrökin, virðist Mill ekki hafa haldföst rök gegn vel
heppnaðri ritskoðun, þ.e. ritskoðun sem einungis útilokar rangar skoðanir.17 En
Mill leggur ríka áherslu á að það skipti ekki bara máli hvaða skoðanir menn hafa
(sannar eða ósannar) heldur líka hvernig menn það eru sem hafa skoðanirnar.18
Hann gefur lítið fyrir þá sem þiggja skoðanir sínar umhugsunarlaust frá öðrum,
læra þær eins og páfagaukar, þekkja ekki inntak þeirra o.s.frv. Hann fullyrðir að
„níutíu og níu af hverjum hundrað svonefndra menntamanna [sé svo] farið […]
að í eiginlegasta skilningi þekkja þeir ekki þá kenningu, sem þeir fylgja“ (85). Mill
þarf þekkingarrökin og kreddurökin19 til að verja þá afstöðu sína að hugsunarfrelsi
og málfrelsi eigi að vera því sem næst alger, og ná t.d. til skoðana sem eru alfarið
rangar eða álitnar fullkomlega siðlausar (208).20 Ef túlkendur Mills vanræktu ekki
svo mjög kreddurökin, og jafnvel þekkingarrökin, myndu þeir vafalítið gera meira
með andlega velferð mannkyns. Hvað svo sem slík velferð merkir að endingu má
ljóst vera af liðum þrjú og fjögur að ofan að hún felur í sér eða krefst hæfileika til
að tileinka sér skoðanir, skilja inntak þeirra, þekkja forsendur þeirra o.s.frv.21 Sá
sem ekki hefur slíkan hæfileika, eða hefur sökum hugsunarleti eða þrælslundar
glutrað honum niður, býr ekki við andlega velferð að dómi Mills. Andleg velferð
krefst m.a. sjálfstæðrar hugsunar, eiginlegs hugarstarfs; á ensku tíðkast nú um
stundir orðalagið „að hafa eigin huga“ („having a mind of your own“) í þessu
samhengi sem andstæðu þess að vera andlegt útibú annarra manna eða stofnana.
Hver hinna fernu raka Mills gefa okkur þannig sterkar vísbendingar um hvað
Mill á við með orðalaginu „andleg velferð“ en það er öfugsnúið að setja eitthvert
15 Og þetta tvennt fer auðvitað oft saman.
16 Það er í sjálfu sér ekki erfitt að auka fjölda sannra skoðana ef maður samþykkir t.d. allar skoðanir.
Því tala ýmsir fræðimenn um hátt hlutfall sannra skoðana í þessu samhengi.
17 Brink gerir sér mikinn mat úr þessari athugasemd. Mill gæti hins vegar ennþá haft góð empírísk
rök gegn málfrelsisskerðingu því sagan sýnir að fá dæmi ef einhver eru um svo vel heppnaða rit-
skoðun.
18 Ten 1980: 125 o.áfr.
19 Óskeikulleikarökin myndu einnig gagnast honum hér því þau mæla gegn því að við reynum að
mynda skoðanir fyrir aðra án þess að leyfa þeim að heyra gagnrökin.
20 Aftanmálsgrein 9.
21 Sjá Róbert H. Haraldsson 2004a: 83–109.