Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 162
162 Simone de Beauvoir
Hann gaf í skyn að ég gæti breytt lífi mínu, að ég færi með honum til
Parísar, að ég þyrfti ekki að vinna lengur. … Hann vissi vel hvernig átti að
sannfæra mig. … Ég ákvað að fara með honum. … Í heilan mánuð var ég
virkilega hamingjusöm. … Dag nokkurn kom hann svo með konu heim
sem var vel klædd, smart, og hann sagði: „Sjáðu, hún kemst vel af.“ Til
að byrja með var ég ekki á því að gefa eftir. Ég fékk meira að segja stöðu
hjúkrunarfræðings á spítala í hverfinu til að sýna honum að ég vildi ekki
gerast portkona, en ég streittist ekki lengi á móti. Hann sagði: „Þú elskar
mig ekki. Þegar kona elskar manninn sinn, þá vinnur hún fyrir hann.“
Ég grét. Ég var mjög niðurdregin á sjúkrahúsinu. Að lokum lét ég teyma
mig á hárgreiðslustofuna. … Og ég byrjaði að selja mig! Julot elti mig á
röndum til þess að fullvissa sig um að ég þénaði vel og til að láta mig vita
ef löggan væri í nágrenninu.
Að mörgu leyti er þessi saga í samræmi við hina klassísku sögu stúlkunnar sem
melludólgur neyðir í vændi. Stundum er eiginmaðurinn í hlutverki hins síðar-
nefnda. Og stundum gegnir kona hlutverkinu. L. Faivre gerði rannsókn árið 1931
meðal 510 ungra vændiskvenna.7 Hann komst að því að 284 þeirra voru einhleypar,
132 bjuggu með vini sínum, 94 bjuggu með vinkonu og í flestum tilvikum áttu
þær í samkynhneigðu sambandi. Hann vitnar (með þeirra eigin stafsetningu) í
eftirfarandi brot úr bréfum:
Suzanne, 17 ára. Ég gaf mig vændinu á vald og seldi mig aðallega til
annarra vændiskvenna. Ein þeirra hafði mig lengi hjá sér, hún var mjög
afbrýðisöm, svo ég hætti að sækja rue de …
Andrée, 15 og hálfs árs. Ég fór frá foreldrum mínum til að búa með vin-
konu sem ég hitti á balli, ég áttaði mig fljótt á því að hún vildi elska mig
eins og karlmaður, ég var hjá henni í fjóra mánuði, svo …
Jeanne, 14 ára. Elsku vesalings pabbi minn hét X …, hann dó á spítala
árið 1922 af sárum sínum sem hann fékk í stríðinu. Móðir mín gifti sig
aftur. Ég sótti skólann til að ljúka prófi, þegar ég hafði fengið það þurfti
ég að læra saumaskap … þar sem ég þénaði lítið, byrjuðum við að rífast,
ég og stjúpfaðir minn … ég var send til þjónustustarfa til Frú X … við
rue … Ég var búin að vera ein í tíu daga ásamt ungri dóttur hennar sem
hefur verið í kringum 25 ára gömul; ég tók eftir mikilli breytingu gagn-
vart henni. Svo var það einn daginn að hún játaði ást sína á mér, eins og
ungur karlmaður. Ég hikaði, en þar sem ég vildi ekki vera send heim lét
ég undan að lokum. Ég öðlaðist skilning á ákveðnum hlutum … Ég vann
fyrir mér, svo varð ég atvinnulaus og varð að fara að stunda vændi með
konum í skóginum í úthverfi Parísar. Ég kynntist mjög örlátri hefðar-
konu, o.s.frv.8
7 Sjá Les Jeunes Prostituées vagabondes en prison (Ungu farandsvændiskonurnar í fangelsum).
8 [Áður en vitnað er beint í textann gerir Beauvoir fyrirvara um að stafsetningin sé vændiskvenn-
anna sem skrifa bréfin. Í frumtexta koma einhverjar málfræðilegar villur fram, en til að átta sig á