Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 235

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 235
 Ritdómur 235 ekki hægt að telja hann fátækan; hinn er ósammála. Og í flestum tilfellum stafar slíkur ágreiningur um hugtakið „fátækt“ að sögn Mongins af mismunandi gildis- mati á því hvað séu mannsæmandi lífs- kjör. Af því sem að ofan er sagt leiðir að hagfræðinga getur greint á um það sem á yfirborðinu virðist klár reynslustaðhæfing – „n einstaklingar í samfélagi X búa við fátækt“ – á grundvelli mismunandi gildis- mats. Einhver kann að vilja benda á að við getum einfaldlega valið að skilgreina „fátækt“ með ákveðnum hætti, en eftir að það hafi verið gert sé hægt að framkvæma hlutlægar mælingar á því hversu margir tilheyra hópi fátækra. En megin vand- inn við slíka tilraun til að bjarga hlutleysi félagsvísinda er að jafnvel þótt félags- vísindafólk leyfi sér að skilgreina nýtt fátæktarhugtak breytir það ekki þeirri staðreynd að sú skilgreining sem varð fyr- ir valinu endurspeglar ákveðið gildismat, og sanngildi þeirrar niðurstöðu sem fæst úr mælingum á „fátækt“ er ávallt afstætt við þá skilgreiningu sem stuðst var við (og því afstætt við það gildismat sem varð ofaná). Afleiðingin af þessu er auðvitað sú að ekki er með góðu móti hægt að greina „lýsandi“ (e. positive) hagfræði frá „boð- andi“ (e. normative) hagfræði, eins og t.d. Milton Friedman hélt fram.11 V Kredda í kreppu er ekki fræðirit, og er því líklega ekki sanngjarnt að dæma það sem slíkt. Frekar er um að ræða ádeilurit, enda er það „saman sett til að vara lesendur við hugmyndafræði sem átti ekki eilítinn þátt í hruni Íslands og kreppu heimsins“ (13). Og sem slíkt er það nokkuð gott. Eins og áður segir hefði Stefán á stöku stað mátt færa meiri rök fyrir fullyrðingum sínum. En almennt þótti mér Stefáni takast vel til að blanda saman reynslurökum og hefðbundnum heimspekilegum rökum í gagnrýni sinni á frjálshyggjuna. Loks má ekki gleyma því að ritið er skemmtilegt aflestrar og höfundurinn á köflum þræl- fyndinn, sem er kostur sem ekki má van- meta þegar um er að ræða rit sem þetta. Hlynur Orri Stefánsson 1 Frægasta greinin á þessu sviði er líklega grein Akerlofs (1970), „The Market for ‘Lemons’: Qua- lity Uncertainty and the Market Mechanism“, Quarterly Journal of Economics, 84 /3, 488–500. 2 Eins og sjá má á þessu er Stefán undir áhrif- um frá Ludwig Wittgenstein, sem benti á að jafnvel þótt ekki sé hægt að tilgreina nauðsynleg og nægjanleg skilyrði fyrir því að eitthvað teljist leikur, sé fjölskyldusvipur með öllu því sem við í daglegu tali nefnum „leik“. Sjá Wittgenstein (1953), Philosophical Investigations (þýð. G. E. M. Anscombe), Oxford: Blackwell. En Stefán er ekki síður undir áhrif frá Amartya Sen, bæði hvað varðar hugmyndir hans um frelsið og réttlætið. Sama gildir reyndar um lýðræðishugmyndir Stef- áns, en um þær mun ég ekki fjalla. Sjá t.d. Sen (1999), Development as Freedom, Oxford: Oxford University Press og Sen (2009), The Idea of Justice, Cambridge, MA: The Belknap Press. 3 Sjá t.d. Jonathan Dancy (2004), Ethics With- out Principles. Oxford: Clarendon Press. Stefán bendir einnig á að hugmyndir sínar séu undir áhrifum frá aristótelískri dómgreindarhyggju. 4 Þessi hugmynd er að sjálfsögðu nátengd áður- nefndri hugmynd Stefáns (og Sens) um réttlæti. En hún á einnig rætur í neikvæðri nytjastefnu Karls Popper. Sjá t.d. Popper (1945), The Open So- ciety and its Enemies (vol. I), London: Routledge. 5 Sjá t.d. Ken Binmore (2007), Does Game Theory Work? Cambridge MA: MIT Press. Dani- el Kahneman, sem var meðal þeirra fyrstu til að gera tilraunir til að prófa kenninguna um skyn- samlegt val (e. rational choice theory), sem Stefán segir reyndar einnig vera óprófanlega, fjallar með aðgengilegum hætti um nokkrar slíkar tilraunir í nýrri bók sinni (2011) Thinking, Fast and Slow, London: Penguin Books. 6 Sjá t.d. Nancy Cartwright (2007), Haunting Causes and Using Them, Cambridge: Cambridge University Press, og Cartwright (2009), „If No Capacities Then No Credible Worlds. But Can Models Reveal Capacities?“ Erkenntnis 70/1, 45–58. 7 Um þetta fjallar t.d. Sen (1983), „Accounts, Actions and Values: Objectivity of Social Science,“ í C. Lloyd (ritstj.), Social Theory and Political Practice, Oxford: Clarendon Press. 8 John Dupré hefur svipaða sögu að segja um tilraunir þróunarsálfræðinga til að skýra og fjalla með hlutlausum hætti um nauðganir. Sjá Dupré (2007), „Facts and Values,“ í H. Kincaid (ritstj.), Value-free Science? Ideals and Illusions, Oxford: Oxford University Press.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.