Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 193
Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 193
sjálfinu sem Metzinger og Albahari bjóða upp á er borin saman við skilgreining-
arnar sem finna má í umræðu samtímans um sjálfið kemur strax í ljós að í síðara
tilvikinu er til að dreifa rökræðum sem eru mun flóknari og mun margræðari,
og að þar eru mun fleiri hugmyndir um sjálf í tafli, þar á meðal hugmyndir um
umhverfissjálf, reynslusjálf, samræðusjálf, frásagnarsjálf, venslasjálf, líkamssjálf og
félagssmíðarsjálf. Metzinger og Albahari láta þennan margbreytileika sem vind
um eyru þjóta og þar með fer það framhjá þeim að margar hugmyndir samtímans
um sjálfið – þar með taldar þær hugmyndir sem flestir reynsluvísindamenn, sem
um þessar mundir hafa áhuga á þróun, formgerð, virkni og meinafræði sjálfsins,
hagnýta sér – eru gjörólíkar því hugtaki sem þau beina spjótum sínum að. Því
ættu efahyggjumenn um sjálfið að láta af þeirri iðju að halda því fram að sjálfið sé
ekki til og sætta sig við að taka mun minna upp í sig. Þeir ættu að gera fyrirvara
við yfirlýsingu sína og láta sér nægja að afneita tilvist sjálfs af tilteknum toga. Við
ættum að hafna þeirri hugmynd að sjálfið sé óbreytanleg og ævarandi sálarver-
und. Því mætti þá bæta við að ef niðurstaða þeirra er á þessa leið er hún ekki eins
byltingarkennd og þeir virðast sjálfir halda.
Í þessari grein hef ég lagt áherslu á það hversu margslungið sjálfið er. Sú stað-
reynd að það er margslungið knýr á um þverfaglegt samstarf; samstarf sem brúar
bilið milli fræðilegrar greiningar og reynslubundinna rannsókna. Að telja eina
fræðigrein út af fyrir sig, hvort heldur heimspeki eða taugavísindi, þess umkomna
að sitja ein að rannsóknum á sjálfinu er ekki til marks um annað en hroka og
fáfræði.
Björn Þorsteinsson og Jóhann Helgi Heiðdal þýddu
Heimildir
Albahari, M. 2006. Analytical Buddhism: The two-tiered illusion of self. New York:
Palgrave Macmillan.
Baron-Cohen, S. 2005. Autism-‘Autos’: Literally, a Total Focus on the Self? The Lost
Self: Pathologies of Brain and Identity (bls. 166–180). Ritstj. T.E. Feinberg og J.P.
Keenan. Oxford: Oxford University Press.
Campos, J.J. 2007. Foreword. The Self-conscious Emotions: Theory and Research (bls. ix–
xii). Ritstj. J.L. Tracy, R.W. Robins og J.P. Tangney. New York: The Guilford Press.
Carr, D. 1986. Time, Narrative, and History. Bloomington: Indiana University Press.
Crick, F. 1995. The astonishing hypothesis. London: Touchstone.
Damasio, A. 1999. The Feeling of What Happens. San Diego: Harcourt.
Feinberg, T.E. og J.P. Keenan (ritstj.). 2005. The Lost Self: Pathologies of Brain and
Identity. Oxford: Oxford University Press.
Flanagan, O. 1992. Consciousness Reconsidered. Cambridge, MA: MIT Press.
Gallagher, S. og J. Shear (ritstj.). 1999. Models of the Self. Thorverton: Imprint Aca-
demic.
Gillihan, S.J. og M.J. Farah. 2005. Is self special? A critical review of evidence from
experimental psychology and cognitive neuroscience. Psychological Bulletin 131/1,
76–97.
Hacking, I. 1995. Rewriting the soul. Multiple personality and the sciences of memory.
Princeton: Princeton University Press.