Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 143
Heimspekingur verður til 143
En þetta sýndist þó ekki vera svo: Hið illa sýndist að halda jafnvægi á
móti hinu góða. „Það sýnist svo; en er það eins og það sýnist?“ spurði ég
sjálfan mig. Ég varð að kannast við, að hugmynd mín um gott og illt er
háð skammsýni minni, eins og allar hugmyndir mínar. Það, sem ég hafði
lært um gott og illt, hafði í huga mínum fengið það snið, sem eðlisfar mitt
hafði ráðið mestu um. Ég mátti því búast við, að skilningur minn á því
væri ekki nema hlutfallslega réttur. En hér, eins og annarstaðar, varð ég
að stafa mig áfram, gegnum myrkur skammsýninnar, við hið daufa ljós
skynseminnar.32
En Brynjúlfur var jafnframt sannfærður um að ekkert annað en skynsemin gæti
vísað honum veginn.33 Brynjúlfur minnist einnig á takmarkanir mannshugans en
hann segir að þar sem allt verði að miða við „hið afskammtaða mannlega sjónar-
svið, hljóta allar hugmyndir að vera hlutfallslegar (relativ) í tiltölu við það“.34 Hann
segir jafnframt að guðdómurinn búi yfir alfullkomnum skilningi en einstakling-
urinn hlutfallslegum skilningi.35 Maðurinn er einnig bundinn tíma og rúmi en
guðdómurinn ekki.36
Svo virðist þó sem Brynjúlfur hafi smíðað mjög fágaða kenningu um tilurð
veruleikans, um eðli og eiginleika hlutanna. Hann smíðaði kenninguna í huganum
og byggði á forsendum sem hann hafði dregið af reynslu og skynjun. Í huganum
er frelsi ímyndunaraflsins, rökhugsunar og skynsemi. Getunni til að smíða svo
fágaða kenningu fylgir ekki óhjákvæmilega sjálfstraust eða sjálfsmynd í samræmi
við það. Brynjúlfur upplifði sig misskilinn og taldi að honum hafi ekki tekist að
koma hugsunum sínum nægilega skýrt frá sér.37 Þá upplifun er einnig hægt að
finna hjá öðrum heimspekinginum en í sjálfsævisögu sinni lýsir skoski heimspek-
ingurinn David Hume því hvernig viðtökur rita hans fóru oftar en einu sinni fyrir
brjóstið á honum. Þrátt fyrir það hafi gott geð hans og kjarkur gert það að verkum
að hann lét ekki bugast og hélt skrifum sínum ótrauður áfram.38 Það sama má
segja um Brynjúlf en í þessari meðvitund um „smæð“ sína gerir hann sér jafn-
framt grein fyrir því að vangaveltur hans hafi verið sammannlegar og jafnframt
óleysanlegar: „Ég hugsaði sem svo: „Þó öðrum hafi dottið sama í hug og mér, án
þess að hvor vissi af öðrum, þá er það ekki annað en sama tilraun til að skýra hið
dulda. Það hafa víst allir meiri eða minni löngun til þess. En ætli nokkrum takist
það?“.“39
Brynjúlfur reynir oftar en ekki að bæla niður hugmyndir sínar og efasemdir,
bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum:
Ég hafði fengið nýja sönnun fyrir því, að allar tilraunir til að skýra hið
32 Sama rit: 42–43.
33 Sama rit: 43.
34 Sama rit: 25.
35 Sama rit: 38.
36 Sama rit: 39–40.
37 Sama rit: 22.
38 Hume 1999: 37–42.
39 BJMN 1997: 12.