Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 124
124 Guðmundur Björn Þorbjörnsson
ef hún er notuð til að réttlæta þekkinguna, leiðir það til spurninga um gildi þeirra
stofnana sem stjórna samfélagsheildinni. Því ályktar Lyotard að hið póstmód-
erníska sé vantraustsyfirlýsing á leiðarfrásagnir.34 Á sama hátt telur Kierkegaard
að á öld vangaveltunnar sé í sífellu hægt að fá og sjá nýja hlið á öllum málum, sé
viljinn fyrir hendi. Með því að efast í sífellu um hversdagsleikann getur almenn-
ingur aftengt sig frá sögunni, gildum og raunverulega innihaldsríkri umræðu.35
Einn fremsti guðfræðingur samtímans, George Pattison, bendir í þessu samhengi
á þá áherslu sem Kierkegaard leggur á tungumálið og það að raunveruleg merk-
ing þess sem sagt er glati ekki merkingu sinni. Það sem Kierkegaard sér gerast í
sínum samtíma er gengisfelling mannlegra samskipta, gengisfelling orðræðunnar,
því beitir hann sér gegn jöfnuninni og vill hefja bæði tungumálið og veruleikann
sjálfan upp á réttan stall. Kierkegaard er því að mati Pattisons gagnrýnandi póst-
módernismans um leið og hann á margt sameiginlegt með póstmódernistum.
Hann leitar að „raunverulegri rödd“ í heimi sem umfaðmar merkingarleysið, en
um leið gerir hann sér grein fyrir því að leitin að þessari rödd er erfið og leiðin
grýtt.36
Das Man og sinnuleysið
Nú hljóta eflaust margir að heyra þann tón sem Martin Heidegger sló í höfuð-
verki sínu Sein und Zeit árið 1927. Heidegger er gjarnan gefið að sök að hafa tekið
efni frá Kierkegaard og endurskrifað yfir á þýska tungu, svo sláandi eru líkindi
þeirra oft á tíðum.37 Í verkinu er Heidegger hugleikin hugmyndin um Hina (þ.
die Anderen), sem er nauðsynlegur fylgifiskur þess að skilja hlutverk Dasein í sinni
daglegu mynd.38 Hafa ber í huga að Hinir eru ekki endilega aðrar manneskjur,
líkt og andlausir samferðamenn Kierkegaards, heldur einnig tíðarandinn sem
flýtur yfir og allt um kring. Hinir eru óeining sem hefur rænt Dasein möguleika
sínum á raunverulegri tilvist í þessum heimi og eru því ekki áþreifanlegt afl, ekki
einstaklingur eða ein heimsmynd. Hinir eru sá sem stendur einstaklingnum
nærri, og jafnvel hann sjálfur, því hann tilheyrir þeim.39 Hér er samsömunin við
Kierkegaard því talsverð, þar sem Kierkegaard talar um almenninginn sem óhlut-
bundið ógnvænlegt afl, sem stjórnað er af öðrum eins óhlutbundnum krafti, sem
hann kallar fjölmiðla. Að mati Heideggers eru Hinir ekki allir „nema“ ég, heldur
einmitt það sem einstaklingurinn aðgreinir sjálfan sig ekki frá. Í því felst hættan.
34 Lyotard 2008: 29; 24. Í hinu póstmóderníska ástandi verður mælikvarði mannsins til að skipu-
leggja þekkinguna, flokka hana í lögmæta eða ólögmæta, ekki lengur eins sannfærandi og áður.
35 Kierkegaard 1978: 77.
36 Pattison 1997: 28.
37 Í inngangi sínum að greinasafni um heimspeki Heideggers tekur Charles B. Guignon m.a. fram
að alls ekki megi vanmeta áhrif Kierkegaards á Heidegger, þó ekki séu þau alltaf augljós, sjá
Guignon 1993: 25–27.
38 Heidegger notaði hugtakið Dasein sem nokkurs konar samnefnara yfir mannlega tilvist, og leit-
aðist við að útskýra hugtakið á tilvistarlegan hátt, þ.e. án tilkomu nokkurrar handanveru. Hann
vildi leysa upp tvískiptingu Kierkegaards á hreinni veru og tilvist og umbreyta henni í Dasein,
sem á rætur sínar að rekja til síns eigin eðlis, sjá Cochrane 1956: 59.
39 Heidegger 1962: 150–153.