Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 21

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 21
 Viljafrumspeki og bölhyggja Schopenhauers 21 fyrirbæranna og ályktar að það hljóti að vera einhver tengsl eða leynt samband þar á milli. Kant taldi að hluturinn í sjálfum sér væri jafnan óþekkjanlegur, en hann nefnir þó á einum stað í Grundvelli að frumspeki siðlegrar breytni að við getum haft tvenns konar aðgang að hlutnum í sjálfum sér og ekki er ólíklegt að það hafi haft áhrif á Schopenhauer þegar hann fær þá hugmynd að viljinn sé hluturinn í sjálfum sér.2 Í verki Schopenhauers frá árinu 1819, Heimurinn sem vilji og hugmynd (Die Welt als Wille und Vorstellung), gerir hann grein fyrir því, eins og bókartitillinn gefur til kynna, hvernig heimurinn er annars vegar vilji og hins vegar hugmynd. Viljinn er innsta eðli allra hluta og tilheyrir hinum óskynjanlega heimi. Viljinn er lög- mál sem liggur til grundvallar alheiminum; hann „táknar það sem er hluturinn í sjálfum sér og er kjarni allra fyrirbæra“.3 Schopenhauer telur sig þar með hafa brúað bilið milli fyrirbærisins og hlutarins í sjálfum sér. Birtingarmyndir vilj- ans, fyrirbærin, eru hugmyndir okkar um heiminn og tilheyra hinum skynjanlega heimi, sem hefur engan tilgang eða merkingu í sjálfu sér og er algerlega háður því að vera skynjaður. Frumspekilegur vilji er handan tíma, rúms og orsakasamhengis – heill, óað- greinanlegur og óútskýranlegur í sjálfum sér. Við getum því aðeins þekkt hlutina eins og við skynjum þá í tíma og rúmi (en ekki eins og þeir eru í raun og veru). Heimurinn er því hugmynd mín – hugmynd sem ætíð er háð hinu skynjaða og þeim sem skynjar. Í þekkingarfræðilegum skilningi eru öll fyrirbæri hugmyndir og ekkert annað. Rit Schopenhauers, Um hina fjórföldu rót lögmáls hinnar full- nægjandi ástæðu (Über die vierfache Wurzel des Satzes vom zureichenden Grunde), fjallar um eðli þekkingar og formgerð reynslunnar, hvernig viljinn birtist okkur og hvernig ekkert er án ástæðu. Viljinn sem frumafl er eins konar orka sem mótar raunveruleikann, orsakasambönd skynheimsins og hugmyndir okkar um heim- inn. Heimurinn er, eins og áður sagði, annars vegar vilji og hins vegar hugmynd. Öll heimspeki Schopenhauers byggist á þessu tvíeðli: frumspekilegum vilja og hugmyndum okkar um heiminn. Viljinn blindur, utan siðferðis og án ástæðu Frumspekilegur vilji leitast stöðugt við eitthvað og streð hans er óendanlegt. Vilj- inn er blindur kraftur, sem þýðir að hann er virkur án vitundar eða skilningsvana. Viljinn í náttúrunni starfar ósjálfrátt og er aftengdur þekkingunni. Ágætt dæmi Schopenhauers er eðlisávísunin sem birtist hjá hinum ársgamla fugli sem kapp- kostar að búa til hreiður án þess að vita af hinum ókomnu eggjum. Plöntur teygja sig eftir birtu án þess að vita hvers vegna; blóðrás, melting og vöxtur manna og dýra starfa ómeðvitað eins og önnur lífseig ferli náttúrunnar, allt fyrir tilstilli vilj- 2 „Því það er ekki minnsta mótsögn að halda því fram að hlutur sem fyrirbæri (í skynheiminum) sé seldur undir tiltekin lögmál sem hann sé óháður sem hlutur eða veruleiki í sjálfum sér. Og þessi manneskja hlýtur að skynja og skilja sjálfa sig með þessum tvenns konar hætti vegna þess að í fyrra tilvikinu veit hún af sjálfri sér sem hlut sem verður fyrir áhrifum um skynfærin, í því síðara veltur þessi nauðsyn á vitund hennar um sjálfa sig sem vitsmunaveru, sem er óháð áhrifum frá skynjun þegar hún beitir skynseminni (sem tilheyrir skilningsheiminum).“ (Kant 2003: 196) 3 Schopenhauer 2008: 157.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.