Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 191
Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 191
sameiginlega athygli og félagslegar skírskotanir, að einblínt hefur verið á þríþætt
tengsl þar sem þriðji liðurinn er hlutur sem er rúmfræðilega aðskilinn frá hinum
fullorðna og ungabarninu. En þá er hættan sú að manni sjáist yfir ýmis önn-
ur afbrigði sameiginlegrar athygli, þar á meðal þau sem koma til þegar viðfang
athyglinnar er annað fólk, viðföng nálægt líkömum okkar, viðföng sem eru hluti
af líkömum okkar eða – og það er í senn einfaldasta og mikilvægasta dæmið –
aðstæður þar sem viðfang athygli hins er ungabarnið sjálft.55 Reddy spyr: hvernig
stendur á því að ungabörn geta átt í flóknum, persónulegum samskiptum við aðra
í kringum tveggja til þriggja mánaða aldur, ef þau byrja ekki að vita af athygli
hins fyrr en undir lok fyrsta æviárs síns eins og haldið hefur verið fram?56 Sam-
kvæmt Reddy verða ungabörn fyrst vör við athygli hins þegar hún beinist að þeim
sjálfum – hún telur þessa upplifun athyglinnar vera þá allra mögnuðustu sem við
munum nokkurn tímann verða fyrir – og færir rök fyrir því að eftir þetta geti þau
orðið vör við athygli hins sem beinist að öðrum hlutum í heiminum.57
Þrátt fyrir að Tomasello, Hobson og Reddy gæti greint á um það hversu snemma
ungabarnið verði fært um að vita af sjálfu sér sem það sem athygli hins beinist
að, eru þau öll á einu máli um það að þessi skilningur blasi við í fjöldanum öllum
af flóknum tilfinningum á borð við feimni og það að fara hjá sér. Sú staðreynd
að slíkar tilfinningar eru til staðar bendir til þess að ungabarnið búi yfir tilfinn-
ingu fyrir sjálfu sér sem viðfangi sem hinn leggur mat á og að þetta mat skipti
barnið máli.58 Tilfinningar af þessum toga eru iðulega nefndar sjálfsmeðvitaðar
tilfinningar en Reddy bendir á að ef til vill væri réttara að nefna þær sjálfs-hins-
meðvitaðar tilfinningar af því að þær snúist allar um sjálfið-í-tengslum-við-hinn.
Allar draga þær fram hvernig sjálfið er berskjaldað, allar stjórnast þær af sýnileika
sjálfsins sem viðfangs athygli hins.59
Tökum nú saman þá almennu hugmynd sem hér er í tafli. Í hnotskurn hef ég
verið að gefa til kynna að hugmyndirnar um lágmarkssjálf og frásagnarsjálf þurfi
á viðbót að halda. Eins og síðustu athugasemdir mínar ættu að bera með sér tel
ég að nánari rannsókn á tilfinningalífi okkar, sér í lagi sjálfs-hins-meðvituðum til-
finningum í öllum sínum fjölbreytileika, sé ákaflega spennandi svið sem lofi afar
góðu hvað varðar áframhaldandi könnun á því sem kalla mætti millipersónulegt
sjálf.
Ég legg áherslu á að þegar ég tala um millipersónulegt sjálf er ég ekki aðeins að
vísa til sjálfs sem á í félagslegum samskiptum, öllu heldur hef ég í huga sjálf sem
er þannig úr garði gert að sjálfsupplifun þess er í grundvallaratriðum öðrum háð
eða er miðlað gegnum aðra.
Sambandið milli millipersónulegs sjálfs og frásagnarsjálfs kallar á frekari rann-
sóknir. Sartre heldur því fram að sjálfslýsingu í tungumáli fylgi óhjákvæmilega
tilraun til að sjá sjálfan sig með augum hins, og nýlega hafa bæði Tomasello og
Hobson fært rök fyrir því að máltaka tengist aukinni færni í því að tileinka sér
55 Reddy 2008: 97–98.
56 Sama rit: 91.
57 Sama rit: 92, 98.
58 Tomasello 2001: 90, Hobson 2002: 82.
59 Reddy 2008: 126-127, 137, 143, 203.