Hugur - 01.01.2012, Side 191

Hugur - 01.01.2012, Side 191
 Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 191 sameiginlega athygli og félagslegar skírskotanir, að einblínt hefur verið á þríþætt tengsl þar sem þriðji liðurinn er hlutur sem er rúmfræðilega aðskilinn frá hinum fullorðna og ungabarninu. En þá er hættan sú að manni sjáist yfir ýmis önn- ur afbrigði sameiginlegrar athygli, þar á meðal þau sem koma til þegar viðfang athyglinnar er annað fólk, viðföng nálægt líkömum okkar, viðföng sem eru hluti af líkömum okkar eða – og það er í senn einfaldasta og mikilvægasta dæmið – aðstæður þar sem viðfang athygli hins er ungabarnið sjálft.55 Reddy spyr: hvernig stendur á því að ungabörn geta átt í flóknum, persónulegum samskiptum við aðra í kringum tveggja til þriggja mánaða aldur, ef þau byrja ekki að vita af athygli hins fyrr en undir lok fyrsta æviárs síns eins og haldið hefur verið fram?56 Sam- kvæmt Reddy verða ungabörn fyrst vör við athygli hins þegar hún beinist að þeim sjálfum – hún telur þessa upplifun athyglinnar vera þá allra mögnuðustu sem við munum nokkurn tímann verða fyrir – og færir rök fyrir því að eftir þetta geti þau orðið vör við athygli hins sem beinist að öðrum hlutum í heiminum.57 Þrátt fyrir að Tomasello, Hobson og Reddy gæti greint á um það hversu snemma ungabarnið verði fært um að vita af sjálfu sér sem það sem athygli hins beinist að, eru þau öll á einu máli um það að þessi skilningur blasi við í fjöldanum öllum af flóknum tilfinningum á borð við feimni og það að fara hjá sér. Sú staðreynd að slíkar tilfinningar eru til staðar bendir til þess að ungabarnið búi yfir tilfinn- ingu fyrir sjálfu sér sem viðfangi sem hinn leggur mat á og að þetta mat skipti barnið máli.58 Tilfinningar af þessum toga eru iðulega nefndar sjálfsmeðvitaðar tilfinningar en Reddy bendir á að ef til vill væri réttara að nefna þær sjálfs-hins- meðvitaðar tilfinningar af því að þær snúist allar um sjálfið-í-tengslum-við-hinn. Allar draga þær fram hvernig sjálfið er berskjaldað, allar stjórnast þær af sýnileika sjálfsins sem viðfangs athygli hins.59 Tökum nú saman þá almennu hugmynd sem hér er í tafli. Í hnotskurn hef ég verið að gefa til kynna að hugmyndirnar um lágmarkssjálf og frásagnarsjálf þurfi á viðbót að halda. Eins og síðustu athugasemdir mínar ættu að bera með sér tel ég að nánari rannsókn á tilfinningalífi okkar, sér í lagi sjálfs-hins-meðvituðum til- finningum í öllum sínum fjölbreytileika, sé ákaflega spennandi svið sem lofi afar góðu hvað varðar áframhaldandi könnun á því sem kalla mætti millipersónulegt sjálf. Ég legg áherslu á að þegar ég tala um millipersónulegt sjálf er ég ekki aðeins að vísa til sjálfs sem á í félagslegum samskiptum, öllu heldur hef ég í huga sjálf sem er þannig úr garði gert að sjálfsupplifun þess er í grundvallaratriðum öðrum háð eða er miðlað gegnum aðra. Sambandið milli millipersónulegs sjálfs og frásagnarsjálfs kallar á frekari rann- sóknir. Sartre heldur því fram að sjálfslýsingu í tungumáli fylgi óhjákvæmilega tilraun til að sjá sjálfan sig með augum hins, og nýlega hafa bæði Tomasello og Hobson fært rök fyrir því að máltaka tengist aukinni færni í því að tileinka sér 55 Reddy 2008: 97–98. 56 Sama rit: 91. 57 Sama rit: 92, 98. 58 Tomasello 2001: 90, Hobson 2002: 82. 59 Reddy 2008: 126-127, 137, 143, 203.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.