Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 104

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 104
104 Erlendur Jónsson saman mismunandi einingar í reynslu okkar séu líka þau bönd sem knýta sam- an þætti hins raunverulega heims. En margt gerist í huga okkar sem skilningur okkar skoðar aðeins að utanverðu og getur ekki náð tæmandi handfestu á. Sá sem aðhyllist hina seinni afstöðu og er sannfærður um að enginn afkimi raunveruleik- ans sé óaðgengilegur huga okkar getur því ekki gert ráð fyrir að hugsunin sé hið nákvæma tæki sem veitir okkur aðgengi að innsta kjarna veruleikans. Enn annað atriði sem Lotze finnur hughyggju Hegels til foráttu er að þessi heimspeki leitaðist við að afhjúpa með hinni díalektísku aðferð sinni allt inntak hins efnislega og siðfræðilega heims, skipa hverjum einstökum hlut nákvæmlega á þann stað þar sem hann átti að vera í skipulagi heimsins; en eftir að búið var að því hafði þessi heimspeki lít- ið að segja um hlutinn annað en að honum hafi verið skipað á þennan ákveðna stað […].36 Viðbrögðin við þessari afbökun á heimsmyndinni hafi m.a. verið sú heimspeki sem Schelling setti fram á síðasta hluta ferils síns, er var eins konar tilvistarspeki, eða „jákvæð heimspeki“ eins og Schelling kallaði hana sjálfur.37 Lotze telur það algengasta galla heimspekiiðkunar að hana skorti þrautseigju og staðfestu. Menn láti sér oft nægja eina leiðandi hugsun sem lýstur niður og varpar ljósi á ákveðna hlið veruleikans, en skilur aðrar hliðar eftir í niðamyrkri. Miklu mikilvægara, telur hann, er að skoða hverja grundvallarhugsun fyrir sig og allar hugsanlegar afleiðingar hennar til að athuga að hve miklu leyti hún stang- ast á við veruleikann og á hvaða andartaki hún hættir að gera gagn. Kostur vís- indalegrar rannsóknar liggur í slíkri viðþolslausri könnun þar sem hvert atriði er skoðað fyrir sig í ró og næði og í rökréttri röð.38 Þessar hugleiðingar Lotzes eru augsýnilega innblásnar af hugsunarhætti náttúruvísinda, sem er andstæður hinni rómantísku hugsjón hughyggjunnar þar sem heimurinn er ein rökræn heild ofin af mannshuganum, og Lotze hefur e.t.v. tileinkað sér með námi sínu í læknis- fræði. Mynd náttúruvísindanna er af manninum sem glímir við utanaðkomandi náttúru, reynir að skilja hana af veikum mætti, en ræður ekki við að skilja heiminn í heild sinni, heldur verður að afgreiða takmarkað svið í hvert skipti, t.d. skýra ákveðin náttúrufyrirbæri. Sérhver heimspeki leitast við að setja fram niðurstöður sínar sem kerfisbundna heild og Lotze hefur í sjálfu sér ekkert á móti því. En það hvernig niðurstöðurnar eru tengdar saman, samræmdar og felldar hver undir aðra skiptir miklu máli. Lotze viðurkennir að nauðsynlegt sé að flokka þær spurningar sem leitað er svars við, en telur að margar mismunandi flokkanir séu leyfilegar. Tilbúnar flokkunar- sem Lotze kallar „þekkingu“ svarar til þess sem Wittgenstein kallar svið þess sem hægt er að „segja“, og það sem Lotze talar um sem svið veruleikans sem skilningurinn skoðar „aðeins að utanverðu“ svarar til þess sem Wittgenstein kallar „ósegjanlegt“. 36 Lotze 1912a: XCVI. 37 Sbr. t.d. Schelling 1965: 727. Umfjöllun um jákvæða heimspeki Schellings er t.d. að finna í Facken- heim 1954. 38 Sjá Lotze 1912a: CXVII–CXIX. Hér gætir hugmynda sem löngum hafa einkennt rökgreiningar- heimspeki og kunna að hafa haft áhrif á Russell og Moore.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.