Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 47
Andleg velferð mannkyns 47
Orðalag O’Rourkes (um réttinn til að heyra allar hliðar máls) virðist setja
ábyrgðina alfarið á þá sem koma í veg fyrir að við heyrum allar hliðar máls. Það
eru þeir sem eru (að verulegu leyti) ábyrgir fyrir því að við þroskum ekki einstak-
lingseðli okkar. Þótt vafalaust megi finna mörg dæmi um slíka kúgun í samtíma
Mills og á okkar eigin tíð, virðist mér þetta ekki heldur vera megináhyggjuefni
Mills. Orðalag hans bendir æði oft til annars. Sú tilvitnun sem O’Rourke gerir sér
mestan mat úr39 í þessu samhengi hljóðar t.d. þannig:
Meðan fólk er tilneytt [forced] að hlusta á báða aðilja, er ætíð von um
árangur. En þegar menn hætta að hlusta nema á annan, verða villur
að stirðnuðum fordómum og sannleikurinn sjálfur áhrifalaus, ýktur og
rangfærður. (108; CW 18: 257)
O’Rourke virðist ekki átta sig á því hve ankannalega þetta orðalag hljómar sé
túlkun hans rétt.40 Hér er ekki um það að ræða að einhver gangi á rétt fólks og
komi þannig í veg fyrir að það fái að heyra allar hliðar máls. Öðru nær. Það þarf
bókstaflega að neyða fólk til að hlusta á hina hliðina, þá sem er andstæð þeirra
eigin sjónarmiði. Í stað þess að tala um réttinn til að heyra allar hliðar máls virð-
ist nær að tala um skylduna eða kröfuna að hlusta á aðrar hliðar en manns eigin.
Þeirri kröfu þarf raunar að halda að mönnum af töluverðri hörku, hún kallar á að
einstaklingnum sé beinlínis ýtt út á vettvang skoðanaskipta þar sem andstæðingar
takast á.
Samkvæmt flestum túlkendum Mills virðist skaðinn sem skerðing hugsunar-
frelsis og málfrelsis veldur koma fyrst og fremst niður á þeim sem verða fyr-
ir skerðingunni. Mill leggur hins vegar ríka áherslu á skaðann sem þeir verða
fyrir sem stuðla að skerðingu hugsunarfrelsis og málfrelsis. „En jafnvel þótt við
vinnum villutrúarmönnunum ekki jafnmikið mein nú um stundir eins og við
lögðum í vana okkar að gera áður fyrr“, skrifar Mill, „þá er hugsanlegt, að meðferð
okkar á þeim valdi okkur sjálfum eins miklu tjóni og nokkru sinni“ (78).41 Það er
tæpast tilviljun að Mill víkur í beinu framhaldi að dauðadómnum yfir Sókratesi
því Sókrates var sem kunnugt er þeirrar skoðunar að af tvennu illu væri betra að
verða fyrir órétti en beita aðra órétti. Það virðist a.m.k. eiga ákaflega vel við í þessu
tilviki. Mill botnar þessa umræðu með eftirfarandi athugasemd:
Þeir, sem telja skaðlaust, að villutrúarmenn [heretics] þegi um kenningar
sínar, ættu fyrst að íhuga þá afleiðingu þess, að þá kemur aldrei til sann-
gjarnrar og gagngerrar umræðu um slíkar kenningar. Og þær þeirra, sem
þyldu ekki slíka umræðu, eru ekki úr sögunni, þótt útbreiðslu þeirra sé
aftrað. En bann við allri rannsókn, sem leiðir ekki til viðtekinnar niður-
stöðu, kemur ekki verst við villutrúarmennina sjálfa. Mestan skaða hljóta
39 O’Rourke 2001: 89.
40 Hann vitnar í fyrstu setninguna í þessari tilvitnun og endurtekur síðan kenningu sína: „Rétturinn
til að heyra allar hliðar máls er hér enn á ný grundvallarréttlæting á rökum Mills fyrir hugsunar-
frelsi og málfrelsi“ (89).
41 Ég hef breytt íslensku þýðingunni í samræmi við frumtextann.