Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 101
Heimspeki Lotzes og tengsl hennar við fyrri og síðari heimspeki 101
ur utan tímans. Tilvistarháttur inntaksins er annar, en Lotze kallar hann það „að
gilda“ (þ. gelten) eða „gildi“ (þ. Gültigkeit). Þessi tilvistarháttur á við um setningu,
fullyrðingu og ályktun: setning gildir og ályktun er gild.
Lögmál, þ.e. setningar sem tjá tengsl mismunandi þátta, höfum við því
þegar notað sem dæmi til að skýra hvað það merkir að gilda gagnstætt
því að vera; þetta orð er ekki hægt að nota nema á hálf-óskýran hátt um
hugtök; um þau gætum við aðeins sagt að þau merki eitthvað; en þau
merkja eitthvað á þann hátt að um þau gilda setningar, t.d. sú að sérhvert
inntak hugtaks sé samt sjálfu sér […].25
Þegar við játum einhverju, eða „setjum“ (á latínu „ponere“, á þýsku „setzen“) það
eins og stundum er sagt í heimspeki 19. aldar, þá er nafnorðið „Position“ eða „Setz-
ung“ notað, en er óheppilegt samkvæmt Lotze, þar sem það gefur í skyn einhvers
konar athöfn. Hann vill því frekar nota orðið „raunveruleiki“ (þ. Wirklichkeit):
Því raunverulegan köllum við hlut sem er, andstætt öðrum hlut, sem er
ekki; raunverulegan köllum við líka atburð sem á sér stað eða hefur átt sér
stað, andstætt atburði sem ekki á sér stað; raunveruleg köllum við tengsl,
sem eru fyrir hendi [besteht], andstætt þeim sem ekki eru fyrir hendi;
að lokum köllum við setningu raunverulega sanna sem gildir, andstætt
þeirri sem ekki er víst að gildi. Þessi orðanotkun er skiljanleg, og sýnir að
með raunveruleika hugsum við alltaf um játun, sem hefur mismunandi
skilning, eftir því hvaða form hún tekur […].26
Það er því um ferns konar raunveruleika að ræða fyrir Lotze: hlutir eru til, atburðir
eiga sér stað, vensl eru fyrir hendi, og setningar gilda.
Lotze setur fram fræga túlkun á frummyndakenningu Platons með vísan
til þessara hugmynda. Hann reynir að sýna að hin hefðbundna túlkun frum-
myndakenningarinnar, sem rekja má til Aristótelesar og segir hana halda fram
tilvist frumspekilegra verunda, hvíli á misskilningi sem kom fram þegar meðal
lærisveina Platons.27 Lotze segir það furðulegt að um leið og Platon er talinn
til djúpvitrustu spekinga þá sé honum eignuð svo fáránleg hugmynd að frum-
myndirnar, sem eru ekkert annað en almenn hugtök, hafi sérstaka tilvist sem
er óháð tilvist hluta. Platon hafi ekki viljað kenna neitt annað en að sannindi
gildi, óháð því hvort þau séu staðfest af einhverjum hlut hins ytra heims, sem
veruhætti hans. Þessi misskilningur stafar að mati Lotzes eingöngu af því að í
hina grísku tungu hafi skort orð um hugtakið að gilda sem felur ekki í sér að vera;
25 Lotze 1874: 509.
26 Sama rit: 499. Þessar hugmyndir Lotzes um að tilvísun eða merking ráðist af sannleika („gildi“)
setningar eru undanfarar bæði hinna frægu ummæla Freges, að „aðeins í samhengi setningar hafa
orð merkingu“ (sjá Frege 1884, §62), og kenninga Quines og Davidsons um að við ákveðum fyrst
hvaða kenning kemur best heim og saman við ákveðin gögn og ákveðum svo tilvísun hugtaka út
frá því, sbr. ýmsa kafla í Quine 1969 og Davidson 2001.
27 Sama rit: 493; 501 og áfram.