Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 169
Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 169
sér starfs sem getur nýst sem yfirvarp. Fáar myndu svara eins og Léa þegar hún
ansar vini sínum sem kallar hana „kæra listakona“: „Listakona? Ástmenn mínir
eru virkilega lausmálir.“ Við höfum áður sagt að það sé orðstír hennar sem býr til
verðmiðann. Það er á sviðinu eða á skjánum sem hægt er að búa sér til „nafn“ sem
verður að grundvelli viðskipta.
Öskubusku dreymir ekki alltaf Draumaprinsinn. Hvort sem hann er eiginmað-
ur eða elskhugi, óttast hún að hann breytist í harðstjóra. Hún kýs frekar að sjá
sjálfa sig hlæjandi í anddyri stóru kvikmyndahúsanna. En það er oftast vegna
karllægrar „verndar“ sem hún nær markmiðum sínum og það eru karlarnir, hvort
heldur eiginmaður, elskhugi eða aðdáandi, sem staðfesta sigurinn með því að leyfa
henni að eiga hlutdeild í auðæfum sínum og frægð. Það er þessi nauðsyn á að
falla einhverjum einstaklingum eða mannfjöldanum í geð, sem gerir „stjörnuna“
líka lagskonunni. Þær leika svipað hlutverk í samfélaginu. Ég mun notast við
orðið lagskona til að vísa til allra þeirra kvenna sem nota ekki aðeins líkama sinn,
heldur líka persónu sína alla sem gjaldmiðil. Viðhorf þeirra er afar ólíkt því sem
tengja má skapara er flæðir yfir útmörk sín í tilteknu verki og heldur þannig út
fyrir mörk hins gefna og ákallar tiltekið frelsi í öðrum sem hann opnar framtíðina
fyrir. Lagskonan afhjúpar ekki heiminn, hún opnar ekki neina leið fyrir mann-
lega handanveru.13 Þvert á móti reynir hún að fanga hana sér í hag. Með því að
biðja um velþóknun aðdáenda sinna afneitar hún ekki óvirkum kvenleika sínum
sem hún tileinkar karlinum. Hún gæðir hann töframætti sem gerir henni kleift
að lokka karlana í gildru þokka síns og næra sig á þeim; hún gleypir þá í sig inn
í íveruna.
Á þennan hátt tekst konunni að öðlast ákveðið sjálfstæði. Með því að gefa
sig nokkrum karlmönnum tilheyrir hún ekki neinum sérstökum. Peningarnir
sem hún aflar sér og nafnið sem hún „markaðssetur“, eins og vara er markaðs-
sett, tryggja henni fjárhagslegt sjálfstæði. Þær konur sem voru hvað frjálsastar
í Grikklandi til forna voru hvorki húsmæðurnar né lágstéttarvændiskonurnar,
heldur lagskonur í efri stétt. Fylgdarkonur hirðarinnar á endurreisnartímabilinu
og japönsku geisurnar nutu mun meira frelsis en samtímakonur þeirra. Sú kona í
Frakklandi sem virðist hafa notið mests sjálfstæðis er kannski Ninon de Lenclos.
Á mótsagnakenndan hátt virðast þessar konur sem notfæra sér kvenleika sinn til
fulls skapa sér aðstæður sem eru næstum eins og karlmannanna. Út frá þessu kyni
sem setur þær í hendur karlkynsins sem hlut, verða þær hugsandi sjálfverur. Ekki
er nóg með að þær afli sér tekna eins og karlmenn, heldur umgangast þær svo til
eingöngu karlmenn, lausar frá siðgæðisreglum og slúðri geta þær hafið sig upp,
eins og Ninon de Lenclos, allt til hins sjaldgæfasta frelsis andans. Þær sem eru
í mestum metum eru oft umkringdar listamönnum og rithöfundum sem leiðast
„hinar heiðvirðu“ konur. Það er í lagskonunni sem hinar karllegu mýtur finna sína
heillandi ímynd. Hún er meira en nokkur önnur hold og vitund, átrúnaðargoð, sú
13 Það kemur fyrir að hún sé líka listamaður og í viðleitni sinni til þess að fá velþóknun skapar hún
og býr til hluti. Hún getur þá annað hvort gegnt báðum störfunum samtímis eða komist yfir stig
gleðikonunnar og sett sig á stall í flokki leikkvenna, söngkvenna, danskvenna o.s.frv., sem við
munum ræða um síðar.