Hugur - 01.01.2012, Page 169

Hugur - 01.01.2012, Page 169
 Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 169 sér starfs sem getur nýst sem yfirvarp. Fáar myndu svara eins og Léa þegar hún ansar vini sínum sem kallar hana „kæra listakona“: „Listakona? Ástmenn mínir eru virkilega lausmálir.“ Við höfum áður sagt að það sé orðstír hennar sem býr til verðmiðann. Það er á sviðinu eða á skjánum sem hægt er að búa sér til „nafn“ sem verður að grundvelli viðskipta. Öskubusku dreymir ekki alltaf Draumaprinsinn. Hvort sem hann er eiginmað- ur eða elskhugi, óttast hún að hann breytist í harðstjóra. Hún kýs frekar að sjá sjálfa sig hlæjandi í anddyri stóru kvikmyndahúsanna. En það er oftast vegna karllægrar „verndar“ sem hún nær markmiðum sínum og það eru karlarnir, hvort heldur eiginmaður, elskhugi eða aðdáandi, sem staðfesta sigurinn með því að leyfa henni að eiga hlutdeild í auðæfum sínum og frægð. Það er þessi nauðsyn á að falla einhverjum einstaklingum eða mannfjöldanum í geð, sem gerir „stjörnuna“ líka lagskonunni. Þær leika svipað hlutverk í samfélaginu. Ég mun notast við orðið lagskona til að vísa til allra þeirra kvenna sem nota ekki aðeins líkama sinn, heldur líka persónu sína alla sem gjaldmiðil. Viðhorf þeirra er afar ólíkt því sem tengja má skapara er flæðir yfir útmörk sín í tilteknu verki og heldur þannig út fyrir mörk hins gefna og ákallar tiltekið frelsi í öðrum sem hann opnar framtíðina fyrir. Lagskonan afhjúpar ekki heiminn, hún opnar ekki neina leið fyrir mann- lega handanveru.13 Þvert á móti reynir hún að fanga hana sér í hag. Með því að biðja um velþóknun aðdáenda sinna afneitar hún ekki óvirkum kvenleika sínum sem hún tileinkar karlinum. Hún gæðir hann töframætti sem gerir henni kleift að lokka karlana í gildru þokka síns og næra sig á þeim; hún gleypir þá í sig inn í íveruna. Á þennan hátt tekst konunni að öðlast ákveðið sjálfstæði. Með því að gefa sig nokkrum karlmönnum tilheyrir hún ekki neinum sérstökum. Peningarnir sem hún aflar sér og nafnið sem hún „markaðssetur“, eins og vara er markaðs- sett, tryggja henni fjárhagslegt sjálfstæði. Þær konur sem voru hvað frjálsastar í Grikklandi til forna voru hvorki húsmæðurnar né lágstéttarvændiskonurnar, heldur lagskonur í efri stétt. Fylgdarkonur hirðarinnar á endurreisnartímabilinu og japönsku geisurnar nutu mun meira frelsis en samtímakonur þeirra. Sú kona í Frakklandi sem virðist hafa notið mests sjálfstæðis er kannski Ninon de Lenclos. Á mótsagnakenndan hátt virðast þessar konur sem notfæra sér kvenleika sinn til fulls skapa sér aðstæður sem eru næstum eins og karlmannanna. Út frá þessu kyni sem setur þær í hendur karlkynsins sem hlut, verða þær hugsandi sjálfverur. Ekki er nóg með að þær afli sér tekna eins og karlmenn, heldur umgangast þær svo til eingöngu karlmenn, lausar frá siðgæðisreglum og slúðri geta þær hafið sig upp, eins og Ninon de Lenclos, allt til hins sjaldgæfasta frelsis andans. Þær sem eru í mestum metum eru oft umkringdar listamönnum og rithöfundum sem leiðast „hinar heiðvirðu“ konur. Það er í lagskonunni sem hinar karllegu mýtur finna sína heillandi ímynd. Hún er meira en nokkur önnur hold og vitund, átrúnaðargoð, sú 13 Það kemur fyrir að hún sé líka listamaður og í viðleitni sinni til þess að fá velþóknun skapar hún og býr til hluti. Hún getur þá annað hvort gegnt báðum störfunum samtímis eða komist yfir stig gleðikonunnar og sett sig á stall í flokki leikkvenna, söngkvenna, danskvenna o.s.frv., sem við munum ræða um síðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.